Tónabær opnar á ný!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Tónabær hefur opnað dyr sínar á fyrir börnum og unglingum í Álftamýraskóla og Hvassaleitisskóla.

Gríðarlega góð mæting var hjá okkur fyrsta daginn og stemningin sýndi okkur að greinilegt er að krakkarnir koma flest vel undan sumri.
Við buðum fimmta bekkinn velkominn með opnu húsi og vöfflum, þar sem þau fengu að kynnast rýminu og starfsfólkinu. Þau skrifuðu niður allar þær hugmyndir sem þau dreymir um að framkvæma og gera hér í Tónabæ og við munum eftir fremsta megni reyni framkvæma alla þeirra drauma og standast væntingar.

Sjötti og sjöundi bekkur komu fílelfd á sínar opnanir og voru jafn glöð að sjá okkur og við vorum að taka á móti þeim.

Unglingarnir fjölmenntu um kvöldið og voru ofboðslega vel stemmd, skemmtileg og ljúf. Við grilluðum með þeim pulsur, fórum út í góða veðrið og í fótbolta, spjall horn víðsvegar um húsið, pógó mót í sal og húsið alveg hreint iðaði af lífi.

Við erum ofboðslega glöð að vera komin aftur af stað og spennt fyrir vetrinum og vongóð um góða þátttöku og skemmtilega viðburði! Við munum sem áður leggja upp með náið samstarf með foreldrum, skólanum og öllum sem koma nærumhverfi krakkanna við.

Stanslaust líf og fjör í Tónabæ!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt