Tónabær opnar

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Tónabær hefur opnað aftur að loknu sumarstarfi!

Við höfum beðið spennt eftir því að taka á móti krökkunum og loksins kom að því.
Fimmti bekkur kom til okkar manna fyrstur og var gott sem allur árgangurinn kominn saman að kynnast starfinu í Tónabæ, við upplifðum mikla eftirvæntingu hjá hópnum og að öllum liði vel í opnu húsi hjá okkur. Sjötti og sjöundi bekkur komu í öllu sínu veldi og kynntu sér dagskránna og nutu sín vel í aðstöðunni okkar.

Unglingarnir fjölmenntu svo um kvöldið og bar hvað mest á áttundu bekkingum og tíundu bekkingum. Við erum spennt að taka á móti nýjum áttunda bekk og kynna þau enn betur fyrir starfinu okkar og reglunum sem hér gilda.

Veturinn leggst vel í okkur, krakkana og vonandi foreldrana líka.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt