Undirritun Réttindaskólans og skóla, frístundarheimila og félagsmiðstöðva.

 In Óflokkað

 

Stjórnendur níu skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva skrifuðu undir samning um Réttindaskóla og Réttindafrístund.

Umhverfi fyrir börn sem byggir á virðingu, jafnrétti og þátttöku

Undirskrift um Réttindaskóla- og frístund

Fjórir grunnskólar, þrjú frístundaheimili og tvær félagsmiðstöðvar í Fossvogs- og Bústaðahverfi hafa bæst í hóp þeirra sem taka þátt í Réttindaskóla og Réttindafrístund verkefnis Unicef. Samkomulag hefur verið undirritað og mun gilda næstu þrjú árin. Réttindaskólar og -frístund er verkefni fyrir skóla-  frístunda- og félagsmiðstöðvarstarf sem tekur mið af Barnasáttmálanum og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda.

Markmið að byggja upp lýðræðislegt umhverfi

Með því að taka þátt í verkefninu leggja grunnskólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar Barnasáttmálann til grundvallar í öllu sínu starfi, svo sem skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. Áhersla er lögð á að skapa umhverfi sem byggir á þátttöku, jafnrétti og virðingu. Með Réttindaskóla og -frístund er markmiðið að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi.

Stjórnendur sem skrifuðu undir í þessari lotu voru þar fyrir Hvassaleitisskóla, Réttarholtsskóla, Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla,  frístundaheimilin Neðstaland, Sólbúa og Krakkakot sem og félagsmiðstöðvarnar Tónabæ og Bústaði.

Á Rásinni, hljóðvarpi skóla- og frístundasviðs, geta áhugasamir kynnt sér Réttindafrístund betur.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt