Unglingar Kringlumýrar á Ráðabruggi

 In Askja, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Þann 27. september fór fram ráðstefnan Ráðabrugg í Ráðhúsi Reykjavíkur um starf ungmennaráða á landinu. Ráðstefnan var haldin af Reykjavíkurráði og Ungmennaráði Skátanna og var hún styrkt af Erasmus+. Ráðstefnan var ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á ungmennaráðum og því starfi sem þau vinna í heild sinni.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg. Margt var um að vera, spennandi erindi og málstofur og voru fjölmargir sem létu sjá sig. Þar á meðal voru það ungmenni úr félagsmiðstöðvunum í hverfinu, Laugardals, Háaleitis og Bústaða, Buskanum, Þróttheima og Öskju. Frá Kringlumýri fóru 5 unglingar sem tóku virkan þátt í ráðstefnunni og hyggjast halda vinnu þingsins áfram. Þessi ungmenni eiga það einmitt sameiginlegt að sitja í Ungmennaráði Sexunnar sem er ungmennaráð sex félagsmiðstöðva undir frístundamiðstöð Kringlumýri. Tvö ungmennanna sitja í hverfisráði og stóðu að ráðstefnunni Ráðabrugg. Ungmennin höfðu gagn og gaman að og þau tóku sig til ásamt öðrum gestum að fara á loftlagtsmótmælin á Austurvelli í hádeginu. Dagurinn gekk vonum framar og allir fóru sáttir heim.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt