Útilega í Þróttheimum!

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Hvað er best að gera á fyrsta ALVÖRU snjókvöldi vetrarins. Okkur í Þróttheimum fannst allavegana tilvalið að halda útilegu inni. Varðeldur frá skjávarpanum uppi á vegg, 22 ferðalög með KK og Magga Eiríks í græjunum og kakó í plastglösum frá Rúmfatalagernum…það hljómar eins og útilega fyrir okkur. Mánudaginn 29.nóvember héldum við útilegu inni og buðum við unglingunum upp á sígildar útileguafþreyingar eins og Kubb mót og Smores gerð. Það þurfti reyndar að glíma við þann vanda hvernig ætti að grilla sykurpúða inni en við settum bara brauðristina í samband. Vissulega voru margir sem voru aðeins spenntari fyrir snjónum sem var nýmættur á höfuðborgasvæðið og skelltu sér í snjóstríð! En þá var gott að geta komið aftur inn, gripið sér kakóbolla og hlýjað sér á milli orrusta. Alveg hreint yndisleg kvöldstund með þessum frábæru unglingum sem sækja starfið okkar í Þróttheimum. Núna fer stóri jólamánuðurinn að renna í hlað og ætlum við að fylla hann af jólaskreytingum og notalegheitum.

Bestu kveðjur

Starfsfólk Þróttheima

   

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt