Útilega unglingastarfs

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Helgina 28-29.júní fór unglingastarf Kringlumýrar í útilegu. Haldið var á Hvaleyrarvatn rétt fyrir utan Hafnafjörð þar sem slegið var upp tjaldbúðum. Veðrið lék við unglingana sem að nutu sín í kvöldsólinni, grilluðu og spiluðu á gítar við varðeldinn.

Að okkar mati er þetta gríðarlega gott tækifæri til að kenna unglingum að nýta þá útivist sem er í bakgarðinum hjá okkur og sýna ungu fólk hversu mikil tækifæri liggja í náttúru landsins. Hér fá unglingar tækifæri til að ferðast saman með jafnöldrum sem þau bæði þekkja vel og öðrum sem þau fá tækifæri til að kynnast í ferðinni. Uppeldisgildi slíkra ferða getur verið mjög mikið og eftir sátu gríðarlega sáttir unglingar sem komu reynslunni ríkari heim.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt