Velkomin í Glaðheima

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Nú fer veturinn að byrja en því miður hefur okkur ekki tekist að fullmanna frístundaheimilið Glaðheima og getum við enn sem komið er ekki boðið öllum börnum pláss eða veitt nánari upplýsingar að svo stöddu um það hvenær barnið ykkar kemst að. Reynsla undanfarinna ára hefur hins vegar sýnt að ráðningarmálin taka yfirleitt verulegan kipp hjá okkur eftir að kennsla hefst á háskólastigi þar sem stór hluti starfsmanna okkar eru námsmenn. Staðan getur því breyst mikið á skömmum tíma og því er ekki loku fyrir það skotið að einhverjir sem fá þetta bréf fái boð um pláss áður en kennsla hefst.

Við fullvissum ykkur um að allt kapp er lagt á að fullmanna frístundaheimilið með góðu fólki og að við bjóðum börnum pláss eins fljótt og kostur er.

Starfsmenn Glaðheima er þó spennt að byrja skólaárið með börnunum og munum við gera margt nýtt og skemmtilegt í vetur.

Hér má sjá valið sem er í boði hjá okkur þessa vikuna og matseðilinn sem gildir út ágúst og september.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

starfsmenn Glaðheima

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt