Veturinn í Glaðheimum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Veturinn hefur gengið vel hjá okkur í Glaðheimum.

Öskudagur var skemmtilegur og fengu krakkarnir að slá köttinn úr tunnunni, fóru í danspartý með leikjum, öskudagsbingó úti og buðum við þeim líka uppá andlitsmálningu. Einnig fengu börnin að syngja fyrir ávexti. Það var mjög gaman að sjá flottu búningana hjá börnunum og einnig starfsmenn, við áttum við góðan dag saman.

Dagskráin okkar byrjar á útiveru saman og erum við með einn stórann poll á lóðinni okkar og hvetjum við því börnin til að vera í pollafötum og/eða vera með auka föt. Þegar það snjóaði búðu börn og starfsfólk til snjókall og var það stærsti snjókallinn í hverfinu og mikið stuð og gaman.

Við höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Þið getið sótt um í gegnum https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur Foreldrar sem eiga börn í 2. bekk núna og ætla skrá barnið sitt í Dalheima þá er líka búið að opna fyrir það.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt