Veturinn í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Heil og sæl kæru foreldrar og forsjáraðilar

Núna er starfið okkar í Þróttheimum komið á fulla ferð. Í dag erum við að taka á móti einum helmingi 8.bekkjar í heimsókn til okkar og munum kynna fyrir þeim starfið hinn helmingurinn kemur svo í næstu viku. Á mánudaginn næsta er sérstök 8.bekkjar opnun. Þá viljum við bjóða 8.bekk að koma sérstaklega til okkar gæða sér á veitingum og kynnast starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar.
Hjá okkur í Þróttheimum er opið fjögur kvöld í viku. Mánu-. miðviku og föstudaga eru almennar kvöldopnanir frá 19:30-22:00 og er alltaf einhver viðburður á dagskrá hjá okkur eins og t.d. borðtennismót, bragðarefsgerð, bakstur o.fl. Það er engin skylda að taka þátt í viðburðum og er alltaf í boði að mæta og finna sér eitthvað annað skemmtilegt að gera með samnemendum sínum og starfsfólki Þróttheima. Á þriðjudögum erum við svo með sérstök klúbbakvöld fyrir unglingana frá 19:30-22:00 og er þá allt húsnæði Þróttheima undirlagt í klúbba unglingana. Mismunandi klúbbar verða starfandi í vetur eins og Nördaklúbburinn, Rafíþróttaklúbburinn o.fl. en unglingarnir eru hvattir til að stofna sína eigin klúbba í kringum áhugamálin sín og vina sinna. Unglingarnir fá stuðning starfsfólks til að koma þeim klúbbum af stað og fá að halda þá á þriðjudögum. Á þriðjudögum og fimmtudögum frá 14:00-16:30 erum við með dagopnanir fyrir þá unglinga sem vantar eitthvað afdrep eftir skóla eða milli skóla og æfinga.
Við vinnum með unglingalýðræði í félagsmiðstöðinni og hvetjum við unglingana til að koma með sínar eigin hugmyndir um hvað þeim langar að hafa á dagskrá í hverjum mánuði. Á morgun föstudaginn 26.8 er einmitt dagskrágerðarkvöld og þá ætlum við að fá unglingana til að segja okkur hvað þeim langar að hafa á dagskrá í september.

Við í félagsmiðstöðinni viljum vera í góðu og virku samstarfi við foreldra og forsjáraðila þannig ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar vangaveltur, spurningar eða ábendingar

Með virðingu og óskum um farsælt skólaár

Starfsfólk Þróttheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt