Viðburðaríkar vikur í Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Seinustu vikur hafa verið mjög skemmtilegar í Glaðheimum og í rauninni svo að við höfum látið jólin sitja á hakanum. VIð vorum svo heppin að fá Samúel, útivistarsnilling og flakkara hjá Kringlumyri(sjá meira hér), til okkar í þessari viku og hann fór í bogfimi með börnunum, bjó til kassaborgir í partýhúsinu og svo snjóhús í lok vikunnar. Þetta hefur vakið mikla lukku hjá krökkunum eins og alltaf þegar Samúel kemur í heimsókn og þið getið séð myndir af því hérna fyrir neðan.

Hafdís hefur verið á fullu að búa til kókoskúlur með krökkunum en það var verkefni sem þau kusu um á mikilvægum fundi þar sem valið var úr hugmyndum úr hugmyndakassanum. Næsti mikilvægi fundur er í næstu viku og verður áhugavert að sjá hvað kemur uppúr hattinum á þeim fundi.

Egill hefur náð að bjóða uppá studio nokkrum sinnum á seinustu vikum og nú þegar hafa nokkrir krakkar tekið ástfóstri við það skemmtilega verkefni. Þar er helsta áskorunin að kynna hugmyndina fyrir krökkunum því þau eiga erfitt með að átta sig á möguleikunum sem eru í boði nema sjá það sjálf. Fyrir áhugasama þá er hægt að hlusta á lög úr studio Glaðheima á spotify(Glaðheimapopp) og vonumst við til að geta bætt við nokkrum lögum á listann í vetur.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt