Vika 6 í Þróttheimum – Kvöld 1

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Nú er Vika 6 í gangi í öllum grunnskólum og félagsmiðstöðvum í borginni og að sjálfssögðu tökum við í Þróttheimum þátt í því. Vika 6 er heil vika í febrúar sem er tileinkuð kynheilbrigði. Starfsstöðvar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar standa fyrir kynfræðslu af ýmsum toga og er mismunandi þema á hverju ári. Í ár er þemað kynlíf og menning. Við í Þróttheimum byrjuðum vikuna á því að halda „Game show“ sem er einfaldlega spurningakeppni í allskonar flokkum sem snýr að kynlífi, getnaðarvörnum, kynheilbrigði svo eitthvað sé nefnt. Í keppninni voru bjölluspurningar, fullyrðingar þar sem unglingarnir þurftu að komast að því hvort þær væru sannar eða lygi og svo vísbendingaspurningar. Með spurningakeppninni langaði starfsfólki að fræða unglingana á meðan þeir tóku þátt í æsispennandi keppni. Næst á dagskrá hjá okkur er svo kjaftað um kynlíf með kræsingum við kertaljós á miðvikudagskvöld. Þar fá unglingarnir tækifæri til að senda inn nafnlausar spurningar til starfsmanna sem eru svo teknar fyrir og ræddar í öruggu umhverfi. Hér að neðan má finna eina af vísbendingaspurningunum sem unglingarnir þurftu að svara í keppninni. Rétt svör mega berast á netfangið throttheimar@rvkfri.is allir sem svara rétt mega koma og fá frían kaffibolla hjá okkur í Þróttheimum. Gleðilega viku 6 og eigið góðan dag.

 

Spurt er um menningarafbrigði

Vísbending 1: Þetta er að finna allt í kringum okkur og hefur áhrif á það hvernig við hugsum um okkur sjálf og viðhorf okkar til kynlífs.

Vísbending 2: Við getum séð merki allt í kringum okkur t.d. fataauglýsingar þar sem fyrirsæturnar eru í pósum sem engin manneskja myndi ósjálfrátt detta í.

Vísbending 3: Þegar talað er um þetta er verið að vísa til þess hversu útbreitt og aðgengilegt klám er orðið.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt