Vika SEX er í fullum gangi í Þróttheimum!

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Vika Sex er hafin í Þróttheimum og byrjaði hún með trompi með föndurkvöldi á mánudagskvöld. Í Viku Sex er notaðar ýmsar leiðir til þess að vekja athygli á kynheilbrigði en meginmarkmið með þessari sérstöku viku er að nemendur fái góða fræðslu um málefnið. Í Þróttheimum á mánudagskvöldið fengu listsköpunarhæfileikar unglinganna heldur betur að njóta sín og voru ýmsar leiðir notaðar til þess að föndra kynfæri og það má með sanni segja að útkoman hafi verið ansi lífleg og skemmtileg. Afrakstur kvöldsins mun prýða veggi félagsmiðstöðvarinnar næstu vikur. Þriðjudagskvöldið fór fram árgangakvöld fyrir 8. bekk þar sem VIKU SEX myndböndin af RÚV voru sýnd í sjónvarpinu ásamt öðru góðu efni um kynheilbrigði í notalegri stemningu í Þróttheimum. Í kvöld mun fara fram Taboo kvöld þar sem unglingunum gefst tækifæri á að spjalla saman við jafningja um það sem þeim liggur mest á hjarta í öruggu umhverfi með starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar. Nördaklúbburinn er einnig á sínum stað ásamt opnun í íþróttahúsinu í Langó. Á föstudaginn ætlar starfsfólk að bjóða unglingunum upp á spurningakeppni um kynlíf og kynheilbrigði og munu allir njóta góðs af þátttöku sinni með köku (sem líta út eins og kynfæri) og kaldri mjólk.

Á facebook síðu Þróttheima má finna myndaband af afrakstri föndurkvöldsins, https://www.facebook.com/1112790804/videos/10218372295434723/ –  Við hvetjum ykkur til þess að kíkja á það ásamt því myndefni sem UngRúv hefur upp á að bjóða um kynheilbrigði.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt