Vika útivistar og heilsueflingar í Tónabæ

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Nú er hafin vika útivistar og heilsueflingar í Tónabæ!

Í þessari viku ætlum við að einblína á útivist og heilbrigðari valkosti í lífinu.

Við skellum okkur í útieldun á mánudagskvöld þar sem við grillum alls kyns úrval og gúmmelaði yfir opnum eldi undir berum himni.

Þriðjudags kvöldið fer í smoothie gerð þar sem krakkarnir geta raðað saman hollum kostum og gert sér úr því fullkomið millimál.

Miðvikudagskvöldið fer annars vegar í leiki úti í góða vorveðrinu og hins vegar í rafkynfræðslu með Siggu Dögg innandyra.

Við erum spennt yfir þessari mini þemaviku og vonum að krakkarnir taki virkan þátt!

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt