Vikan 5.-9. júlí

 í flokknum: Frístundaheimili 6 - 9 ára, Vogasel

Heil og sæl,
Vikan sem er að líða var ótrúlega skemmtileg. Þetta er síðasta vikan fyrir flesta fyrir frí og vonum við að allir njóti þess að vera í sumarfríi!
Í vikunni fórum við í dýragarð í Mosó sem kallast Hraðastaðir og fengum við að sjá hesta, svín, kindur og að klappa kanínum og kettlingum.. sem voru voða sætir! Við fórum tvisvar í Nauthólsvíkina, einu sinni í snillaland og í pottana og síðan fórum við líka í Siglunes og prófuðum báta, sem var rosa fjör. Þetta var ótrúlega skemmtileg og fjölbreytt vika og vonandi skemmtu sér allir vel 🙂

Gleðilegt sumar!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt