Vikan í Krakkakoti!

 í flokknum: Krakkakot

Það er búið að vera mikið fjör í Krakkakoti í þessari viku en við erum búin að gera margt skemmtilegt. Hann Samuel var hjá okkur fyrri part af vikunni en hann fór með krakkana út í snjóhúsagerð. Börnin lærðu þar nýja aðferð til að búa til snjóhús og fannst það vera mjög skemmtilegt. Samuel veiktist svo á miðvikudeginum og hefur ekkert verið hjá okkur eftir það.

Þær hugmyndir sem sem barnaráðið valdi til framkvæmda eru búnar að vera á helstu dagskrá í þessari viku en á mánudeginum var að byggja snjóhús, á þriðjudeginum var að fara í Ljósálf inn í íþróttasal, á miðvikudeginum máluðu krakkarnir steina og nú föstudag verður það Roblox í tölvum.

Í vikunni vorum við einnig með Vísindaklúbb þar sem krakkarnir gerðu ýmsar tilraunir eins og t.d. Dósasíma og Litasinfóníu. Einnig var Leikjakot og Spilavagninn mikið notað.

 

3. – og 4. bekkjarfjör hafa farið á fullt en 3. bekkur fór í ratleik á skólalóðinni og heppnaðist hann mjög vel. Svo var 4. bekkur með að horfa á youtube inn á bókasafni og nú í dag verður það margvinsæla Minute to Win it keppni.

Góða helgi!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt