Vikan í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Í samráði við Langholtsskóla og skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar höfum við í Þróttheimum lagst yfir það hvernig best sé að haga starfsemi félagsmiðstöðvarinnar á næstu vikum. Þetta er mikið púsl og við leggjum okkur öll fram við að ná að þjónusta sem flesta eins vel og við getum.

Þróttheimar fylgja bekkjarskiptingu Langholtsskóla og munum við því aðeins geta boðið einum bekk í einu að koma til okkar í félagsmiðstöðina. Vafalaust mun þetta reyna á börnin og unglingana þar sem þau eru vön að mæta til okkar bæði þvert á árganga og bekki.

Í þessari viku munum við ekki ná að bjóða öllum bekkjum að taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar og sjáum aðeins fram á að bjóða 5.bekk, 8.bekk og 9.bekk til okkar.

Við munum reyna eftir fremsta megni að bjóða 6,7 og 10.bekk til okkar í næstu viku og seinna í þessari viku sendum við út frekari upplýsingar hvernig því verður háttað.

Vegna þessa skerta opnunartíma ætlum við að reyna að vera enn virkari á samfélagsmiðlum og hvetjum unglingana til að vera í samskiptum við okkur þar. Einnig vonumst við til að geta verið með virkt podcast, live keppnir á instagram (kahoot eða aðrar spurningakeppnir) og aðra viðburði sem hægt er að taka þátt í í gegnum vefinn.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt