Vikan sem leið og dagskrá næstu viku

 In Glaðheimar

Heil og sæl kæru foreldrar og forráðamenn,
***English below***
Fjórða vikan í sumarstarfinu var fljót að líða enda margt skemmtilegt á dagskránni. Afmæli forsetans var haldið hátíðlegt með grilluðum pylsum í Gufunesbæ með hinum frístundaheimilunum í Laugardalnum. Við sungum afmælislagið og sendum forestanum kveðju. Kveðjuna geti þið séð hér.

Við heimsóttum sjóminjasafnið á þriðjudaginn. og fengum okkur ís hjá Valdísi úti á Granda.

Miðvikudagar eru  sem áður sunddagar og var ferðinni í þetta sinn heitiði í Grafarvogslaug. Þar eru rosalegar rennibrautir og skemmtileg innilaug.

Í gær var kátt á hjalla en þá kom Vogasel í heimsókn. Það var mikið leikið bæði inni og úti.

Í dag héldum við svo út í óvissuna og enduðum í listasafni Einars Jónssonar. Þar var okkur boðið að skoða stytturnar og íbúðina. Börnin voru afar áhugasöm og fannst þetta frekar töff. Eftir hádegisnesti hélt óvissuferðin áfram á “skemmtilegasta leikvöll í heimi!”, Bollaróló við Bollagötu. Þetta var mjög velheppnuð óvissuferð og sátt og sæl börn sem komu aftur heim í Glaðheima.
Hér að ofan má sjá dagskrá næstu viku.
***
Dear parents and guardians,

The fourth week of the summer went by so fast as there were so many fun activities on the program. The President‘s birthday was celebrated with grilled sausages in Gufunesbær with the other after-school programs in Laugardalur. We all sang the birthday song and congratulated the president. You can seet he video here.

Tuesday we visited Vikin Maritime Museum and had ice cream at Valdís at Grandi.

Wednesdays are as always swim days and this time we headed to the pool in Grafarvogur. Their slides are cool and the indoor pool is quite nice as well.

Yesterday Vogasel came to visit. There was a lot of playing both inside and outdoor.

Today we went towards the uncertain and ended up in  the Einar Jónsson museum. There we were invited to walk around the museum and have a look at all the statues and the upstairs apartment. The children were very interested and found the museum rather cool. After lunch our voyage continued to “the most fun playground in the world!”, Bollaróló by Bollagata. The trip was a success  and we had happy children return to Glaðheimar.

Above you can see the program for next week.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt