Vináttufærni í Laugarseli

Vináttufærni

Vináttufærni í Laugarseli.

 

Laugarsel hefur unnið í góðu samstarfi við Laugarnesskóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur að verkefni sem kallast Vináttufærni frá hausti 2015.  Verkefnið miðar að því að starfsfólk Laugarsels sé meðvitað um félagslega stöðu allra barna í frístundaheimilinu og vinni að því markvisst að aðstoða þau börn sem þurfa aðstoð í að finna sér félagsskap og eignast vini.

 

Vinnum við meðal annars með hugmyndafræði Vöndu um að staðsetja börnin í fjóra flokka, það eru flokkarnir „hafnað“, „týnd“, „meðal“, „vinsæl“. Þetta er gert 4-5 sinnum yfir skólaárið og nýta starfsmennirnir sér það til þess að einblína orku sinni og athygli á þau börn sem þurfa hana og til þess að aðstoða þau við það sem þau þurfa.  Við setjum okkur svo þau markmið að í lok vetrar séu engin börn týnd eða hafnað.

Í flokkinn týnd flokkum við börn sem við teljum að fari það lítið fyrir í barnahópnum að þau séu sjaldnar en önnur valin af jafnöldrum til leiks.  Það geta verið hlédræg eða óörugg börn sem þurfa frekari stuðning eða hvatningu til þess að koma sér í leik.

Í flokkinn meðal flokkum við börn sem við teljum standa vel að vígi félagslega, eigi sýna vini sem þau leita reglulega til og séu frambærileg í að finna sér leikfélaga þegar á reynir.  Um 60-70% af barnahópnum flokkast í þennan hóp.

Í flokkinn hafnað flokkum við börn sem við teljum að séu að einhverju leiti hafnað af barnahópnum, það geta verið börn sem sýna af sér ákveðna hegðun sem virkar fráhrindandi á jafnaldra þeirra eða skortir hæfni til þess að koma sér á framfæri og finna félaga sem deila áhugamálum með þeim.

Í flokkinn vinsæl flokkum við þau börn sem við teljum að fái meiri athygli en önnur börn frá jafnöldrum og séu þess vegna talin vinsæl meðal barnanna.  Þetta geta verið félagslega sterk börn eða börn sem vekja meiri athygli á sér en önnur börn.  Vert er að athuga að ekki öll vinsæl börn eru vinsæl á réttum forsendum og því mikilvægt að huga að því hvað færir börnunum þá athygli sem það fær.

Vináttufærni barna

 

Sú færni að eignast vini og sinna þeirri vináttu er ekki meðfædd og því mikilvægt að ræða reglulega um vináttuna við börnin.  Starfsfólk Laugarsels hefur frá áramótum 2016-17 unnið með litla hópa í einu í svokölluðu vináttuverkefni þar sem tveir starfsmenn með 5-8 börn setjast niður og ræða hugtakið vinátta.  Þar vinna börnin einnig stutt verkefni um vináttu og fara í leiki.

Sem dæmi um verkefni má nefna:

Börnin teikna góðan vin og hugsa um þá eiginleika sem góður vinur þarf að bera með sér. Þar eru þau ekki að teikna ákveðin vin heldur ímyndaðan vin og þurfa að hugsa sér hvaða eiginleika þau vilja að vinur þeirra búi yfir.  Þau kynna svo þennan vin fyrir hópnum og segja okkur hvað það er við hann sem gerir hann að góðum vin.

Farið í leiki sem reyna á samstarf eða nánd:

ég er einstakur – í þessum leik standa börnin í hring og orðið gengur hringinn.  Þar eiga þau að segja eitthvað um sjálfan sig sem gerir þau einstök.  Ef einhver annar í hópnum getur yfirfært staðreyndina á sjálfan sig fer hann til þess sem sagði staðreyndina.  Sá fyrrnefndi þarf þá að segja aðra staðreynd sem gerir hann einstakan þangað til hann finnur eitthvað sem enginn í hópnum getur yfirfært á sjálfan sig.  Sem dæmi : ég er einstakur vegna þess að ég á páfagau.  ég er einstök vegna þess að ég æfi handbolta. o.s.fr.

Hróshringurinn – börnin standa í hring og skiptast á að hrósa þeim sem stendur við hliðina á þeim.  Þetta er einstaklega góð æfing í bæðir að segja eitthvað fallegt við náungan og líka að taka á móti hrósi sem getur reynst mörgum erfitt.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt