Vordagar í Dalheimum

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Nú líður að því að sumarið kemur, enda var sumardagurinn fyrsti í gær, og þá er alltaf lögð meiri áhersla á geggjaða útiveru!

Við nýtum náttúruna, leiki og leikföng til að gera útiveruna spennandi ásamt því að hafa skemmtilega tónlist í gangi.

Við erum byrjuð á því að trufla ekki flæði leiksins úti, heldur byrja í leikjum úti og börnin sjá hvort það sé hægt að koma inn með rauðum eða grænum miða á hurðinni okkar. Viðhöfum því rauðan miða þegar það er ekki í boði að koma inn og grænan þegar það er í boði. Þannig geta börnin gleymt sér í skemmtilegum leikjum í útiverunni, enda frábært útisvæði sem við höfum!

Í dag var til dæmis risa snákaspil úti, sápukúlur, boltaleikir, drullumall (já, það má!), kubb, kasta hringjum og útisvæðið sjálft sem er geggjað fyrir alls konar leiki!

Við erum hins vegar líka alltaf með eitthvað skemmtilegt inni, eins og föndur, pógó, limbó og alls konar skemmtilegt! Eitthvað fyrir alla 🙂

Um daginn buðum við til dæmis upp á vöfflukaffi

Hér eru nokkrar myndir frá því í apríl

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt