Réttindaskólar Unicef

Home » Réttindaskólar Unicef

Ein af helstu áherslum í starfi Kringlumýrar 2016-2017 er innleiðing Réttindaskóla UNICEf í frístundaheimilin Laugarsel og Dalheima ásamt félagsmiðstöðinni Laugó í samstarfi við Laugarnes- og Laugalækjarskóla.

Réttindaskólinn er vinnulíkan fyrir skóla- og frístundastarf sem tekur mið af Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og miðar að því að auka virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Skólar og frístundamiðstöðvar sem vinna eftir líkaninu leggja sáttmálann til grundvallar í starfi sínu; skipulagningu, stefnumótun og starfsháttum. Áhersla er lögð á að skapa umhverfi sem byggist á þátttöku, jafnrétti og virðingu. Markmið réttindaskólans er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútíma samfélagi. Eftir að innleiðingu er lokið er ætlunin að yfirfæra verklag og vinnubrögð á annað frístundastarf í hverfinu.

Réttindaskóli Unicef er í stöðugrí sókn í skólastarfi víðsvegar um heiminn og hafa fleiri en 4000 skólar verið viðurkenndir af Unicef. Líkanið er hinsvegar í fyrsta skipti yfirfært á vettvang frítímans á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum Kringlumýrar.

Kringlumýri hefur lagt áherslu á að forstöðumenn starfsstaða þrói verkefnið inn á sínum starfsstöðum en einnig er verkefnastjóri í tímabundnu starfi. Við hvetjum alla áhugasama til þess að hafa samband. Auk þess að dreifa boðskap verkefnisins eru forstöðumenn sérstaklega spenntir fyrir samstarfi við íbúa og stofnannir í nærumhverfinu.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt