Laugó – Félagsmiðstöð

 Félagsmiðstöðin Laugó

Laugalækjarskóla
105 Reykjavík
Sími: 770-2323
Netfang: laugo@rvkfri.is

Laugó er félagsmiðstöð á vegum Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, starfrækt af Frístundamiðstöðinni Kringlumýri.
Markhópurinn er börn og unglingar í 5. – 10. bekk.

Lagt er upp úr fjölbreyttu, skemmtilegu og innihaldsríku starfi fyrir þátttakendur. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja fólk í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Boðið er upp á opið starf og ýmiss konar klúbbar eru starfandi og fara eftir áhugasviði og þörfum þeirra sem sækja staðinn. Þá eru haldnar ýmsar uppákomur og verkefni eru unnin í samstafi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.

Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni sem tengjast lífsleikni eins og fræðslu um fordóma, forvarnir gegn vímuefnum, stuðning við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira.

Mikið og gott samstarf er við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í hverfinu. Okkur finnst mikilvægt að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina.

Félagsmiðstöðinn Laugó hefur verið réttindafélagsmiðstöð frá árinu 2018  er við fengum vottun frá Unicef þess efnis. Er Laugó fyrsta félagsmiðstöðin í heiminum sem hlýtur þessa vottun, en árin 2016-2018 unnu Laugó og Laugalækjarskóli markvisst saman að því að ná þeim árangri .

Félagsmiðstöðin er mjög stolt af þessari vottun og leggur mikla áherslu á að halda í þau gildi sem unnið hefur verið að. Laugó ásamt Laugalækjarskóla starfrækja réttindaráð sem er skipað nemendum, foreldrum og starfsmönnum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Ráðið fundar mánaðarlega og tekur fyrir mál sem snerta skólann og gætir þess að raddir nemenda heyrist.

Hverfisskólar tengdir Laugó eru Laugalækarskóli og Laugarnesskóli.

Reglur Félagsmiðstöðvarinnar:

1. Neysla áfengis og annarra vímuefna er ekki samþykkt í félagsmiðstöðvarstarfinu

2. Tóbaksnotkun er ekki samþykkt á lóð félagsmiðstöðvar, við útidyr eða inni í húsnæði

3. Ætlast er til þess að unglingar sýni almenna kurteisi og gangi vel um félagsmiðstöðina

Starfsmenn
 • Ásta Björg Björgvinsdóttir
  Ásta Björg Björgvinsdóttir Forstöðukona Laugó

  Frístundamiðstöðin Kringlumýri

  S: 411-7908 / 770-2323

  Vinnutími: Alla virka daga, mánudagskvöld og annað hvort föstudagskvöld

 • Sigmar Ingi Sigurgeirsson
  Sigmar Ingi Sigurgeirsson Aðstoðarforstöðumaður

  Frístundamiðstöðin Kringlumýri

  S: 411-7908

  Vinnutími: Alla virka daga, miðvikudagskvöld og annað hvort föstudagskvöld

 • Sigurjóna Hauksdóttir (Jóna)
  Sigurjóna Hauksdóttir (Jóna) frístundaleiðbeinandi og umsjónarkona Gaymstöðvarinnar
  • Lotta Lóa Ortiz
   Lotta Lóa Ortiz Frístundaleiðbeinandi
   • Skorri Jónsson
    Skorri Jónsson Frístundaleiðbeinandi
    • Fylkir Jóhannsson
     Fylkir Jóhannsson Frístundaleiðbeinandi
     • Þórdís Katla Sverrisdóttir
      Þórdís Katla Sverrisdóttir Frístundaleiðbeinandi
      • Elín Salka Snorradóttir
       Elín Salka Snorradóttir Frístundaleiðbeinandi
       • Birta Birgisdóttir
        Birta Birgisdóttir Frístundaleiðbeinandi í fæðingarorlofi
        Leiðarljós og gildi

        Markmið Laugó er að bjóða upp á fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni og borgaravitund hjá börnum og unglingum með áherslu á óformlegt nám, samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

        Viðburðardagatal 2023-2024

        Viðburðir í Laugó 2023-2024

        Nemendaráð Laugalækjarskóla og félagsmiðstöðvarinnar Laugó hefur sett niður eftirfarandi viðburði:

        Okt
        9.-13.okt Geðheilbrigðisvika
        18. okt Félagsmiðstöðvardagurinn

        Nóv
        1. nóv Draugahús (féll niður)
        6. nóv Skrekkur
        8. nóv Ball
        13. nóv Skrekkur úrslitakvöld
        20-24. nóv Mannréttinda og hinsegin vika

        Des
        1. des Bingó 6uráðsins
        6. des Bingó Nemendaráðs Laugó og Laugalækjarskóla
        18. des Jólaball
        20. des Gistinótt

        Jan
        15.-19. jan Forvarnarvika

        Feb
        5.-9. Feb Vika6

        Mars
        8. mars – undankeppni að söngkeppni Kringlumýrar
        12. mars – Árshátíð 7. bekkjar
        14. mars – Árshátíð Unglingadeildar

        Apríl
        22.-26. apríl Barnamenningarhátíð

        Maí
        13.-17. maí Hinsegin vika
        31. maí Lokaslútt Laugó

        Við fylgjum einnig viðburðardagskrá Samfés og má sjá það hér

        Dagskrá Samfés 2023-24

        Aðgerðaráætlun

        Í Laugó er í gildi aðgerðaráætlun sem unnin var í samvinnu við hinar félagsmiðstöðvar Kringlumýar. Aðgerðaráætlunin hefur það að marki að skýrar áætlanir séu til fyrir starfsfólk Laugó til að ná þeim markmiðum sem sett eru fyrir félagsmiðstöðvastarfið. Fyrir hvert skólaár er sett niður ákveðin framtíðarsýn og fyrir hvern lið hennar eru sett markmið sem lúta að því að láta þá framtíðarsýn rætast.

        Framtiðarsýn og markmið Laugó eru eftirfarandi:

        Að vera leiðand í eflingu félagsþroska og samfélagsvitund barna og unglinga í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi

        • Efla sértækt hópastarf
        • Efla virkt unglingalýðræði
        • Skapa vettvang fyrir óformlegt nám

        Að veita heilstætt frítímastarf fyrir aldurinn 10-16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

        • Allar félagsmiðstöðvar hverfisins séu með heilsársopnun
        • Kortleggja þjónustuþörf barna og unglinga í hverfinu
        • Móta stefnu í félagsmiðstöðva í ljósi aukningu á fátækt barna

        Að starfsfólk félagsmiðstöðva fái þjálfun og fræðslu við hæfi til að starfa með börnum og unglingum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

        • Búa til fræðslu áætlun fyrir deildina sem nær yfir heilt ár.
        • Búa til tímaplan fyrir unglingastarf sem nær yfir allt árið
        • Endurskoða starfslýsingu frístundaráðgjafa og frístundaleiðbeinenda
        • Búa til handbók starfsfólks félagsmiðstöðvanna

        Auka samráð og samstarf við alla aðila sem koma að málefnum barna og unglinga æi Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

        • Búa til samráðshóp foreldra og félagsmiðstöðva
        • Fastmóta samráðsfundi með: Umsjónakennurum, skólastjórnendum, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, þjónustumiðstöð og lögreglu

        Að vera heilsueflandi félagsmiðstöð

        • Innleiða meiri útiveru og útivist í starf félagsmiðstöðva
        • Bjóða upp á holla hressingu í félagsmiðstöðinni. Að takmarka óhollustu í starfi félagsmiðstöðva.
        • Hreyfing sé fastur hluti af starfi félagsmiðstöðva
        • Móta stefnu í forvarnarmálum varðandi tóbak og önnur vímuefni sem og um kynheilbrigðismál.

        Framtíðarsýn þessi og markmiðin eru sameiginleg öllum fimm félagsmiðstöðvum Kringlumýrar. Fyrir hvert þessara markmiða er að lágmarki ein aðgerð, sem hefur afmarkaðan tíma, ábyrgðaraðila auk þess sem skilgreint er hvernig skuli metið hvort markmiðið hafi náðst. Þessar aðgerðir eru ýmist sameiginlegar milli félagsmiðstöðvanna eða sérsniðnar að Laugó og þeim börnum og unglingum sem sækja félagsmiðstöðina.

        Laugó setur sér einnig markmið í aðgerðaráætlun á ári hverju og í ár er lögð mikil áhersla á núvitund, hugleiðslu og félagsleg tengsl. Markmiðin eru:

        • Halda áfram því starfi sem hefur verið unnið með sértækt hópastarf.  Markmið að efla sjálfmynd og hæfni í samskiptum.
        • Kynna unglingunum fyrir hugleiðslu og núvitund í gegnum hugleiðslutíma í upphafi hverrar kvöldvaktar. Þrisvar í viku, búa til hóp og nota headspace. Leggja áherslu á að auglýsa reglulega og halda út skólaárið
        • Halda að unglingum jákvæðum fyrirmyndum á samfélagsmiðlum og beina frá neikvæðum fyrirmyndum. Efla samfélagsmiðla Laugó með að sýna afrakstur klúbbana ofl.

        Til að nálgast upplýsingar eða koma á framfæri einhverju tengdu aðgerðaráætlun er hægt að hafa samband við forstöðu- eða aðstoðarforstöðumenn Laugó eða á Laugo@rvkfri.is.

        Ráð og nefndir

        Sameiginlegt nemendaráð er meðal félagsmiðstöðvarinnar Laugó og Laugalækjarskóla í 8. – 10. bekk. Í vetur líkt og síðustu ár er nemendaráðið opið valfag í skólanum sem kennt er af kennara í skólanum og forstöðumanni Laugó.

        Þeir nemendur sem taka að sér þessi ábyrgðarmiklu störf gegna mikilvægu hlutverki í nemendahópnum og vinna óeigingjarnt starf í þágu nemenda í frítíma sínum. 

        Stjórn nemendaráðs Laugalækjarskóla og Laugó 2023-24 er eftirfarandi:

        Formaður: Saga Davíðsdóttir

        Varaformenn: Ari Ólafsson og Bríet Járngerður

        Nemendaráð 7. bekkjar er opið og öllum nemendum í 7. bekk Laugalækjarskóla heimilt að taka þátt í því. Nemendaráðið skipuleggur árshátíð og aðra viðburði fyrir 7. bekk auk fjáraflanna.

        Í hverfinu er starfrækt ungmennaráð Laugardals- og Háaleitishverfis. Ráðið er fyrir alla áhugasama um málefni ungs fólks sem eru yngri en 18 ára. Fundir ráðsins eru á miðvikudögum frá 17-18:30.

        Unglingar úr félagsmiðstöðvum Kringlumýrar (Borgarhluta Laugardals, Háaleitis og Bústaða) eru í 21 mannaráði sem heitir 6uráð og sér það um að skipuleggja sameiginlega viðburði hverfanna líkt og sameiginleg böll, Bingó, Undankeppni fyrir söngkeppni Samfés o.þ.h. 

        Í Laugó geta þátttakendur átt frumkvæðið við að stofnsetja klúbba sem taka mið af þeirra áhugamálum en einnig var haustið 2023 stofnað Laugó CREW sem vinnur að nokkru leiti líkt og stjórnir fyrirtækja. Þar hafa unglingarnir færi á að fara með hluta af fjármálum félagsmiðstöðvarinnar, móta sýn og stefnu ásamt stjórnendum og starfsfólk Laugó og skipuleggja sérrými félagsmiðstöðvarinnar. Samþykkja mánaðardagskrá o.fl. 

        • Félagsmiðstöðin Laugó
        • Laugalæk, 105 Reykjavík
        • 770-2323 og 411-7908
        • laugo@rvkfri.is

        Opnunartímar

        Vetur 2023-24

        8., 9. og 10. bekkur

        Mánudagar: 19:30 – 21:45
        Þriðjudagar: Nemendaráð
        Miðvikudagar: 19:30 – 21:45 (Klúbbastarf frá 17-19)
        Fimmtudagar: 13:30 – 16:00
        Föstudagar: 19:30 – 22:00

        7. bekkur
        Miðvikudagar: 17:00 – 19:00
        Föstudagar: 17:00- 19:00

        5. bekkur

        Mánudagar: 15:00 – 17:00
        Miðvikudagar: 15:00 – 17:00

        6. bekkur:

        Miðvikudagar: 15:00-17:00
        Föstudagar: 15:00-17:00

        Þessar tímasetningar geta breyst og verða breytingar tilkynntar hér, á Facebook síðu Laugó og í gegnum Mentor.

        Contact Us

        We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

        Not readable? Change text. captcha txt