Home / Kringlumýri / Um Kringlumýri / Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna

Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra á frístundahluta SFS

Frístundamiðstöðin Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS).

Þekkingarmiðstöðin samanstendur af verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra og ráðgjafarþroskaþjálfum.

Verkefnastjóri á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra er leiðandi og stýrir stefnumótun í frítímastarfi fatlaðra barna og unglinga.

Ráðgjafarþroskaþjálfar ásamt verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra halda utan um og úthluta stuðningi til frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

Þekkingarmiðstöðin veitir ráðgjöf og er stefnumótandi varðandi allt starf sem viðkemur fötluðum börnum og unglingum og börnum með stuðning á frístundahluta SFS. Viðheldur jafnframt og þróar sérþekkingu og nýbreytni í almennu og sértæku frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga ásamt því að innleiða viðeigandi hugmyndafræði og verklag hverju sinni í öllu því sem tengist starfi með fötluðum börnum á vettvangi frítímans.  Þekkingarmiðstöðin stendur einnig að t.d. fræðslu fyrir starfsfólk á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur starfrækir frístundaheimili fyrir öll börn í 1.-4. bekk, félagsmiðstöðvarstarf fyrir börn og unglinga í 5.-10. bekk ásamt því að bjóða upp á sértækt frítímastarf fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk.

Sértækt frítímastarf á vegum SFS er starfrækt á eftirfarandi stöðum:

Félagsmiðstöðin Askja er fyrir unglinga í 5.-10.bekk Klettaskóla.

Frístundaheimilið Gulahlíð er fyrir börn í 1.-4. bekk Klettaskóla.

Hellirinn er sértæk félagsmiðstöð fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10.bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í Breiðholti.

Hofið er sértæk félagsmiðstöð fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í almennum grunnskólum vestan Elliðaáa.

Höllin er sértæk félagsmiðstöð fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10.bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Norðlingaholti.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt