Félagsmiðstöðin Bústaðir

Tunguvegi 25
108 Reykjavík
Sími: 4115420
GSM: 6955047/6955119
Bústaðir er félagsmiðstöð á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, starfrækt af Frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Markhópurinn eru börn og unglingar í 5. – 10. bekk í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla.
Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8. – 10. bekk. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja gesti félagsmiðstöðvarinnar í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
Boðið er upp á opið starf og ýmiskonar klúbbar eru starfandi eftir áhugasviði og þörfum þeirra einstaklinga sem sækja staðinn. Þá eru haldnar ýmsar uppákomur og verkefni í samstafi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.
Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengdum lífsleikni og má þar nefna fræslu gegn fordómum, forvarnir gegn vímuefnum, stuðningur við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira.
Í Bústöðum er einnig boðið upp á starfsemi fyrir 5.-7. bekk úr Breiðagerðis- og Fossvogsskóla. Opið er fyrir 5. bekk alla mánudaga og miðvikudaga milli 14:30-15:45, 6. bekk alla mánudaga og miðvikudaga milli 16:00-17:00 og 7. bekk alla mánudaga og miðvikudaga milli 17:00-18:00. Að auki verður boðið uppá sameiginlegar smiðjur fyrir nemendur í 5-7. bekk alla föstudaga frá 14:30-16:30.
Félagsmiðstöðin er þátttakandi í samstarfi í hverfinu og hefur m.a haldið utan um og komið að skipulagingu hverfishátíðar á sumardaginn fyrsta og einnig vegna hátíðahalda á öskudaginn. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í hverfinu. Lögð er mikil áhersla á að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina.
Forstöðumaður Bústaða er Ívar Orri Aronsson og hægt er að ná í hann á netfangið ivar.orri.aronsson@rvkfri.is eða í síma 4115420/6955047. Aðstoðarforstöðukona er Indíana Björk Birgisdóttir og hægt er að ná í hana á netfangið indiana.bjork.birgisdottir@rvkfri.is eða í síma 4115420/6955119.
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Kári Hrafn Guðmundsson
  Kári Hrafn Guðmundsson Frístundaleiðbeinandi

  Vinnutími: Mánudags-, miðvikudags- og annað hvert föstudagskvöld.

  Fimmtudagar 14-17.

  • Þór Fjalar Ingason
   Þór Fjalar Ingason Frístundaleiðbeinandi

   Vinnutími: Mánudags-, miðvikudags- og annað hvert föstudagskvöld.

   • Ívar Orri Aronsson Forstöðumaður

    Félagsmiðstöðin Bústaðir

    Tunguvegi 25 – 108 Reykjavík

   • Indíana Björk Birgissdóttir Aðstoðarforstöðukona

    Vinnutími: Alla daga og miðvikudagskvöld og annað hvert föstudagskvöld.

    • Katerina (Kató) Inga Lionaraki Aðstoðarforstöðumaður (Í fæðingarorlofi)

     Félagsmiðstöðin Bústaðir
     Tunguvegi 25 – 108 Reykjavík

      

    • Margrét Stella Kaldalóns
     Margrét Stella Kaldalóns Frístundaleiðbeinandi

     Vinnutími: Mánudags-, miðvikudags- og annað hvert föstudagskvöld.

     • Páldís Björk Guðnadóttir
      Páldís Björk Guðnadóttir Frístundaleiðbeinandi

      Vinnutími: Mánudags-, miðvikudags- og annað hvert föstudagskvöld.

      • Áslaug Ýr Þórsdóttir
       Áslaug Ýr Þórsdóttir

       Áslaug vinnur mánudags, miðvikudags og annað hvert föstudagskvöld.

       Leiðarljós og gildi

       Markmið Bústaða er að bjóða uppá fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga í hverfinu. Í því felst að skapa jákvætt andrúmsloft og umhverfi þar sem hægt er að þjálfa lykilfærni hjá börnum og unglingum með áherslu á óformlegt nám, samskipta- og félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar. Lagt er upp með að bjóða upp á fjölbreytt viðfangsefni í hverjum mánuði sem höfðar til ólíkra barna og unglinga með mismunandi áhugasvið og tryggja þeim öruggt umhverfi sem þeim líður vel í. Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu gegn fordómum og forvarnir gegn vímuefnum.

       Aðgerðaráætlun

       Í Bústöðum er í gildi aðgerðaráætlun sem unnin var í samvinnu við hinar félagsmiðstöðvar Kringlumýar. Aðgerðaráætlunin hefur það að marki að skýrar áætlanir séu til fyrir starfsfólk Bústaða til að ná þeim markmiðum sem sett eru fyrir félagsmiðstöðvastarfið. Fyrir hvert skólaár er sett niður ákveðin framtíðarsýn og fyrir hvern lið hennar eru sett markmið sem lúta að því að láta þá framtíðarsýn rætast.

       Framtiðarsýn og markmið Bústaða eru eftirfarandi:

       Að vera leiðand í eflingu félagsþroska og samfélagsvitund barna og unglinga í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi

       • Efla sértækt hópastarf
       • Efla virkt unglingalýðræði
       • Skapa vettvang fyrir óformlegt nám

       Að veita heilstætt frítímastarf fyrir aldurinn 10-16 ára í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Allar félagsmiðstöðvar hverfisins séu með heilsársopnun
       • Kortleggja þjónustuþörf barna og unglinga í hverfinu
       • Móta stefnu í félagsmiðstöðva í ljósi aukningu á fátækt barna

       Að starfsfólk félagsmiðstöðva fái þjálfun og fræðslu við hæfi til að starfa með börnum og unglingum í Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Búa til fræðslu áætlun fyrir deildina sem nær yfir heilt ár.
       • Búa til tímaplan fyrir unglingastarf sem nær yfir allt árið
       • Endurskoða starfslýsingu frístundaráðgjafa og frístundaleiðbeinenda
       • Búa til handbók starfsfólks félagsmiðstöðvanna

       Auka samráð og samstarf við alla aðila sem koma að málefnum barna og unglinga æi Laugardals-, Háaleitis- og Bústaðahverfi.

       • Búa til samráðshóp foreldra og félagsmiðstöðva
       • Fastmóta samráðsfundi með: Umsjónakennurum, skólastjórnendum, námsráðgjafa, hjúkrunarfræðingi, þjónustumiðstöð og lögreglu

       Að vera heilsueflandi félagsmiðstöð

       • Innleiða meiri útiveru og útivist í starf félagsmiðstöðva
       • Bjóða upp á holla hressingu í félagsmiðstöðinni. Að takmarka óhollustu í starfi félagsmiðstöðva.
       • Hreyfing sé fastur hluti af starfi félagsmiðstöðva
       • Móta stefnu í forvarnarmálum varðandi tóbak og önnur vímuefni sem og um kynheilbrigðismál.

       Framtíðarsýn þessi og markmiðin eru sameiginleg öllum fimm félagsmiðstöðvum Kringlumýrar. Fyrir hvert þessara markmiða er að lágmarki ein aðgerð, sem hefur afmarkaðan tíma, ábyrgðaraðila auk þess sem skilgreint er hvernig skuli metið hvort markmiðið hafi náðst. Þessar aðgerðir eru ýmist sameiginlegar milli félagsmiðstöðvanna eða sérsniðnar að Bústöðum og þeim börnum og unglingum sem sækja félagsmiðstöðina.

       Bústaðir setja sér einnig markmið í aðgerðaráætlun á ári hverju og í ár er lögð mikil áhersla á virka þátttöku, forvarnir og aukið samstarf með samstarfsaðilum í hverfinu. Markmiðin eru:

       • Búa til viðburðarklúbb innan Bústaða. Klúbbur sem er opinn öllum nemendum Réttarholtsskóla og kemur að innra starfi Bústaða. Hópur sem tekur virkan þátt í að móta félagsmiðstöðina til framtíðar hvað varðar húsnæðismál og skipulagningu þeirra. Klúbburinn kallast Búsfélagið og sér einnig að miklu leyti um dagskrágerð.
       • Partur af starfi hlutastarfsmanna að vera með klúbb.
        Hugmynd: 2 starfsmenn í hvern klúbb sem myndi geta myndað teymi innan tveggja klúbba þar sem að einn í hverju teymi bæri ábyrgð á einum klúbb á meðan hinn bæri ábyrgð á hinum klúbbnum(Teymisstarf) ef þess þarf. Koma á laggirnar klúbb innan fyrstu 2 mánuði af starfinu.
       • Betri Bústaðir: Samstarfsverkefni með grunnskólum, foreldrafélögum, íþróttafélaginu, skátunum og þjónustumiðstöð þar sem unnið er að aukinni lýðheilsu barna- og unglinga í hverfinu. Sjónum er beint að svefni, orkudrykkjum og rafrettum.

       Til að nálgast upplýsingar eða koma á framfæri einhverju tengdu aðgerðaráætlun er hægt að hafa samband við forstöðu- eða aðstoðarforstöðumenn Bústaða eða á bustadir@rvkfri.is.

        
       Nemendaráð

       Félagsmiðstöðin Bústaðir og Réttarholtsskóli halda saman utan um nemendaráð Réttarholtsskóla.

       Hlutverk meðlima í nemendaráði er að vera fulltrúi samnemenda sinna samhliða því að skipuleggja og halda utan um félagslíf Réttarholtsskóla og Bústaða.

       Nemendaráð er valfag í Réttarholtsskóla þar sem nemendur læra að vinna í þágu samnemenda sinna með lýðræðislegum hætti.

       Opnunartímar

        5. bekkur

       Mánudagar og miðvikudagar 14:30-16:00

        6. bekkur

       Mánudagur og miðvikudagar 16:30-18:00

       7. bekkur

       Miðvikudagar kl. 18:00-19:00

       Föstudagar kl. 14:00-16:00

       8.-10. bekkur

        Mánudagar: 19:30-22:00
       Þriðjudagar: 14:30-16:30, 17:00-19:00 og 19:30-22:00
       Miðvikudagar: 19:30-22:00
       Fimmtudagar: 14:30-16:30
       Föstudagar: 17:00-19:00 og 19:30-22:00

       Klúbbastarf 8-10. bekkur

       Þriðjudaga:
       17:00 – 19:00

       Contact Us

       We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

       Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt