Þróttheimar er félagsmiðstöð með fjölbreytt frítímastarf fyrir nemendur Langholtsskóla og í vetur ætlum við að bjóða miðstigið velkomið til okkar einu sinni í viku, sjá tíma hér til hliðar.
Í Þróttheimum hitta krakkarnir bekkjarfélaga sína og fá tækifæri til að kynnast nýjum krökkum, auk þess sem þau kynnast Þróttheimum og starfseminni okkar. Félagsstarfið er öllum að kostnaðarlausu.
Ýmislegt er hægt að bralla í Þróttheimum. Hægt er að leika sér í borðtennis, billiard, föndri, tölvuleikjum, kósíhorninu og ýmsu fleiru. Stundum er í boði að baka eða elda, stensla á boli, búa til brjóstsykur. Alltaf er hægt að hlusta á góða tónlist og dansa.
Félagsmiðstöðin er staðsett á Holtavegi 11. Dagskráin er auglýst á auglýsingavegg hjá matsalnum í skólanum, við bekkjarstofurnar og hér á heimasíðu Þróttheima.