Sólbúar er frístundaheimili fyrir börn í 1. til 4. bekk í Breiðagerðisskóla. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags kl. 13:40 og henni lýkur kl. 17:00.
Forstöðumaður er Árni Magnússon. Hægt er að ná sambandi við hann í síma 664-7612. Netfang hans er arni.magnusson@rvkfri.is.
Aðstoðarforstöðumaður er Sandra Ýr Geirmundardóttir. Hægt er að ná sambandi við hana í síma 664-7673. Netfang hennar er sandra.yr.geirmundardottir@rvkfri.is.
Frístundaheimilið Sólbúar er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra. Hægt er að skoða heimasíður allra þessara starfsstaða í gegnum heimasíðu Kringlumýrar.
Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í Sólbúum frá klukkan 8:00 til 17:00. Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem ætla nýta sér þá þjónustu og rukkað er aukalega fyrir vistun frá klukkan 8:00-13:40. Skráð er á langa daga í gegnum Völu frístund
Frístundaheimilið Sólbúar
Gildi Kringlumýrar
Fagmennska – Fjölbreytileiki – Gleði
Fagmennska
Fjölbreytileiki
Gleði
Markmið frístundaheimilisins Sólbúa er að bjóða upp á innihaldsríkan frítíma þar sem börnin fá tækifæri til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfsemi frístundaheimila byggir á hugmyndafræði frístundastarfs án aðgreiningar þar sem öll börn eigi kost á að taka þátt í starfinu óháð getu þeirra, þroska eða fötlun og að unnið sé út frá styrkleikum þeirra. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni og samskipti í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin vinna að því að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barnanna. Í þessu skyni leitast frístundaheimili við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.
Áherslur