Sólbúar er frístundaheimili fyrir börn í 1. til 4. bekk í Breiðagerðisskóla. Dagskrá hefst við lok venjulegs skóladags kl. 13:40 og henni lýkur kl. 17:00.

Forstöðumaður er Árni Magnússon. Hægt er að ná sambandi við hann í síma 664-7612.  Netfang hans er arni.magnusson@rvkfri.is.

Aðstoðarforstöðumaður er Sandra Ýr Geirmundardóttir. Hægt er að ná sambandi við hana í síma 664-7673. Netfang hennar er sandra.yr.geirmundardottir@rvkfri.is.

Frístundaheimilið Sólbúar er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra. Hægt er að skoða heimasíður allra þessara starfsstaða í gegnum heimasíðu Kringlumýrar.

Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í Sólbúum frá klukkan 8:00 til 17:00.  Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem ætla nýta sér þá þjónustu og rukkað er aukalega fyrir vistun frá klukkan 8:00-13:40.  Skráð er á langa daga í gegnum Völu frístund

Frístundaheimilið Sólbúar

Starfsmenn

Starfsmenn

  • Árni Magnússon
    Árni Magnússon Forstöðumaður Sólbúa

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    S: 411-7318 / 664-7612

  • Sandra Ýr Geirmundardóttir
    Sandra Ýr Geirmundardóttir Aðstoðarforstöðumaður

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    S: 411-7319 / 664-7673

  • Atli Steinn Árnason
    Atli Steinn Árnason Frístundafræðingur

    S: 664-0978

  • Flóki Rafn Flókason
    Flóki Rafn Flókason Frístundaleiðbeinandi
    • Oliver Thor Collington
      Oliver Thor Collington Frístundaleiðbeinandi
      • Sara Guðnadóttir
        Sara Guðnadóttir Frístundaleiðbeinandi
        • Bjarki Baldursson
          Bjarki Baldursson Frístundaleiðbeinandi
          • Andri Dagur Frostason
            Andri Dagur Frostason Frístundaleiðbeinandi
            • Marteinn Elí Jóhannsson
              Marteinn Elí Jóhannsson Frístundaleiðbeinandi
              • Þráinn Skagfjörð Héðinsson
                Þráinn Skagfjörð Héðinsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón
                • Bjarki Brynjólfsson
                  Bjarki Brynjólfsson Frístundaleiðbeinandi
                  • Dagbjört Ösp Guðmundsdóttir
                    Dagbjört Ösp Guðmundsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón
                    • Jón Steinar Ágústsson
                      Jón Steinar Ágústsson Frístundaleiðbeinandi

                      S: 655-0373

                    • Aron Höskuldsson
                      Aron Höskuldsson Frístundaleiðbeinandi með umsjón
                      • Ágústa Borg Birgisdóttir
                        Ágústa Borg Birgisdóttir Frístundaleiðbeinandi
                        • Álfrún Cortez Ólafsdóttir
                          Álfrún Cortez Ólafsdóttir Frístundaleiðbeinandi
                          • Eyrún Gunnlaugsdóttir
                            Eyrún Gunnlaugsdóttir Frístundaleiðbeinandi
                            • Ásta Dís Helgadóttir
                              Ásta Dís Helgadóttir Frístundaleiðbeinandi
                              Gildi Kringlumýrar

                              Gildi Kringlumýrar

                              Fagmennska – Fjölbreytileiki – Gleði

                              Fagmennska

                              • Félagsþroski barna og unglinga efldur með áherslu á félags- og samskiptafærni.
                              • Áhersla lögð á eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar og raunverulega virkni og þátttöku.
                              • Starfsfólk kappkostar að tileinka sér nýja þekkingu til uppbyggingar í starfi.
                              • Unnið eftir settum markmiðum og gildum.
                              • Störfum sinnt af virðingu með trúnað og tryggð að leiðarljósi.

                              Fjölbreytileiki

                              • Leiðandi afl í frítímastarfi með fötluðum börnum og unglingum.
                              • Áhersla á fjölbreyttan starfsmannahóp með ólíkan bakgrunn og færni.
                              • Viðfangsefni við hæfi hvers og eins.
                              • Barna- og unglingalýðræði í hávegum haft með tilstuðlan jafnréttis.
                              • Tökum mið og tillit til ólíkra skoðana og fjölbreyttra samstarfsaðila.

                              Gleði

                              • Viðhorf er val. Veljum okkur gleði og jákvæðni í starfi með bros á vör.
                              • Sýnum umhyggju.
                              • Lærdómur og sköpun í gegnum leik.
                              • Áhersla lögð á góð mannleg samskipti.
                              • Ekkert svo hátíðlegt að ekki megi hlæja saman.
                              Aðgerðaráætlun

                              Markmið frístundaheimilisins Sólbúa er að bjóða upp á innihaldsríkan frítíma þar sem börnin fá tækifæri til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfsemi frístundaheimila byggir á hugmyndafræði frístundastarfs án aðgreiningar þar sem öll börn eigi kost á að taka þátt í starfinu óháð getu þeirra, þroska eða fötlun og að unnið sé út frá styrkleikum þeirra. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni og samskipti í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin vinna að því að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barnanna. Í þessu skyni leitast frístundaheimili við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

                               

                              Áherslur

                              • Innleiðing Frístundalæsi í starf frístundaheimilisins. Frístundalæsi leggur til ólíkar nálganir við eflingu máls og læsis fyrir börn sem dvelja á frístundaheimilum. Notast verður við handbók frístundalæsis sem er hugmyndabanki að eflingu máls og læsis í frístundaheimilum. Handbókinni hefur verið skipt í þær sjö tegundir læsis sem frístundaheimili vinna hvað mest með að undanskildu hefðbundnu læsi sem tvinnað er inn í alla kafla handbókarinnar. Þessar tegundir læsis eru; félagslæsi, lista- og menningarlæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, vísindalæsi, náttúru- og umhverfislæsi og heilsulæsi.
                              • Betri Bústaðir. Auka fræðslu í frístund um svefn og holla lífshætti. Taka þátt í fyrirlestri fyrir foreldra barna í hverfinu og barnaþingi á haustönn. Setja upp sýnileg fræðsluspjöld á frístundaheimilinu til að auðvelda börnunum að kynna sér hlutina.
                              • Þróa aðferðir og leiðir í vináttufærni. Reyna að finna leiðir til að meta árangur frístundastarfs á félagsfærni. Gert með mismunandi mati á félagsfærni, úrvinnslu á niðurstöðum.

                              Frístundaheimilið Sólbúar

                              • Frístundaheimilið Sólbúar
                              • Breiðagerði 20, 108 Reykjavík
                              • 411 7317
                              • solbuar@rvkfri.is
                              Contact Us

                              We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                              Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt