Frístundaheimilið Laugarsel

Laugarsel er frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Laugarnesskóla.

Frístundaheimilið Laugarsel er eitt af átta frístundaheimilum sem tilheyra Kringlumýri, sem er frístundamiðstöð Laugardals og Háaleitis. Kringlumýri sér einnig um rekstur fimm félagsmiðstöðva og frítímastarfs fatlaðra. Hægt er að skoða heimasíður allra þessara starfsstaða í gegnum heimasíðu Kringlumýrar.

Bekkjarsímar– sem eru notaðir á opnunartíma Laugarsels;
1.bekkur : 664-7675
2.bekkur : 664-7671
Stjórnendateymi Laugarsels árið 2024:

Forstöðumaður er Jón Steinar Ágústsson, hægt er að hafa samband við hann í gegnum jon.steinar.agustsson@rvkfri.is eða í símann 664-7655

Aðstoðarforstöðukona er Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir, hægt er að hafa samband við hana í gegnum jona.gudbjorg.agustsdottir@rvkfri.is eða í símann 664-7618

Ísabella Þráinsdóttir forstöðukona Laugarsels er í fæðingarorlofi út árið 2024.

– – – – –

Nánari upplýsingar um gjaldskrá má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Skráning og breyting á viðveru í frístundaheimilinu fer fram hér.

Reglur um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar má finna hér.

Starfsskrá frístundamiðstöðva Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er að finna hér.

Upplýsingar um noktun frístundakorts má finna hér.

Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í Laugarseli frá klukkan 8:00 um morguninn og til 17:00.  Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem ætla nýta sér þá þjónustu og rukkað er aukalega fyrir vistun frá klukkan 8:00-13:30.  Skráð er á langa daga í gegnum Völu frístund.

Starfsmenn/Staff members

Starfsmenn

 • Dagbjartur
  Dagbjartur Frístundarleiðbeinandi
  • Eydís
   Eydís Frístundarleiðbeinandi
   • Róbert
    Róbert Frístundarleiðbeinandi
    • Natalía
     Natalía Frístundarleiðbeinandi
     • Birkir
      Birkir Frístundarleiðbeinandi
      • Ingibjörg
       Ingibjörg Frístundarleiðbeinandi
       • Ísabella Þráinsdóttir
        Ísabella Þráinsdóttir Forstöðumaður

        Frístundamiðstöðin Kringlumýri

        S: 411-5414 / 664-7618

       • Jóhann
        Jóhann Frístundarleiðbeinandi
       • Sam Levesque
        Sam Levesque Frístundaráðgjafi

        Sam sér um sértækt starf fyrir frístundaheimili Kringlumýrar þar sem hann er með allskyns útismiðjur.

        • Jón Steinar Ágústsson
         Jón Steinar Ágústsson Aðstoðarforstöðumaður

         Sími : 6647655

        • Árni Dagur
         Árni Dagur Frístundaleiðbeinandi
         • Yolanda
          Yolanda Frístundaráðgjafi
          • Þorbjörg
           Þorbjörg Frístundaleiðbeinandi
           • Þóranna Bjartey Vilborgardóttir
            Þóranna Bjartey Vilborgardóttir Frístundaleiðbeinandi
            Information in English

            Laugarsel is an after school center for children in 1st and 2nd grade in Laugarnesskóli.

            Laugarsel is one of eight after-school centers that belong to Kringlumýri, which is a leisure center for Laugardalur and Háaleiti. Further information about Kringlumýri and its programs is available on their website.

            To reach us during the working hours of Laugarsel please call the following phone numbers:
            1st grade: 664-7675
            2nd grade: 664-7671

             

            Laugarsel’s management team in 2024:

            Jón Steinar Ágústsson is the director of Laugarsel, he can be reached at jon.steinar.agustsson@rvkfri.is or the phone-number: 664-7655.

            Jóna Guðbjörg Ágústsdóttir is the assistant director of Laugarsel, she can be reached at jona.gudbjorg.agustsdottir@rvkfri.is or by calling 664-7618.

            Ísabella Þráinsdóttir, the director of Laugarsel, is on maternity leave.

            Laugarsel can be reached by emailing laugarsel@rvkfri.is

            – – – – –

            Further information about the rate list can be found on Reykjavíkurborg’s website.

            To register your children in Laugarsel go to Here.

            When the school is closed for preparation days Laugarsel is open from 8am to 5pm. Special registration is required for those days and parents and custodians will be notified in advance of the registration deadline. An extra fee is charged for the time between 8am and 1:30pm and registration is through Vala Frístund.

            Frístundadagatal/Our calendar

            Laugarsel Frístundadagatal 2023-2024

            Útskýringar á frístundardagatali ENGLISH BELOW:

            • Rauður dagur er LOKAÐ í Laugarseli.
            • Gulur dagur er HEILL DAGUR – Þá er opið í Laugarseli frá kl.8:00-17:00 fyrir börn sem eru sérstaklega skráð í lengda viðveru þann dag. Skráning í lengda viðveru er gerð á Völunni.

            Frístundadagatal þetta er gert með fyrirvara um breytingar. Allar breytingar á dagatalinu verða tilkynntar með tölvupósti eða á heimasíðu Laugarsels www.kringlumyri.is/laugarsel

            Explanation of on the calendar:
            • Red days Laugarsel is CLOSED those days.
            • Yellow day means that Laugarsel is open from 8:00-17:00 for children that have registered for a longer day (Lengd viðvera on Vala).

            This calendar is made with exception of possible changes. Every change in this calendar will be announced via email or on our website www.kringlumyri.is/laugarsel

            Matseðill/Menu
            Gildi Kringlumýrar

            Gildi Kringlumýrar

            Fagmennska – Fjölbreytileiki – Gleði

            Fagmennska

            • Félagsþroski barna og unglinga efldur með áherslu á félags- og samskiptafærni.
            • Áhersla lögð á eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar og raunverulega virkni og þátttöku.
            • Starfsfólk kappkostar að tileinka sér nýja þekkingu til uppbyggingar í starfi.
            • Unnið eftir settum markmiðum og gildum.
            • Störfum sinnt af virðingu með trúnað og tryggð að leiðarljósi.

            Fjölbreytileiki

            • Leiðandi afl í frítímastarfi með fötluðum börnum og unglingum.
            • Áhersla á fjölbreyttan starfsmannahóp með ólíkan bakgrunn og færni.
            • Viðfangsefni við hæfi hvers og eins.
            • Barna- og unglingalýðræði í hávegum haft með tilstuðlan jafnréttis.
            • Tökum mið og tillit til ólíkra skoðana og fjölbreyttra samstarfsaðila.

            Gleði

            • Viðhorf er val. Veljum okkur gleði og jákvæðni í starfi með bros á vör.
            • Sýnum umhyggju.
            • Lærdómur og sköpun í gegnum leik.
            • Áhersla lögð á góð mannleg samskipti.
            • Ekkert svo hátíðlegt að ekki megi hlæja saman.
            Skýrsla og Umbótaáætlun

            Umbótaáætlun Laugarsels

            Með því að ýta á linkinn er hægt að sjá umbótaáætlun Laugarsels.

            Skýrsluna úr ytra mati má finna hér

            Í maí 2018 fór fram ytra mat í frístundaheimilinu Laugarseli á vegum skóla- og frístundasviðs. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s. sveitarfélögum. Ytra matið var framkvæmt af sérfræðingum frá skóla- og frístundaskrifstofu Reykjavíkurborgar og deildarstjóra barnastarfs í Miðbergi

            Gagna var aflað með viðtölum, vettvangsathugunum og rýnihópum en auk þess var farið yfir ýmis gögn frístundaheimilisins.

            Leiðarljós við matið var: Að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

            Matið er liður í að styðja og efla frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati frístundaheimila. Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um uppeldi og menntun er höfð til viðmiðunar í matinu, en viðmiðin byggja meðal annars á lögum sem lúta að starfsemi fyrir börn og unglinga, stefnu skóla- og frístundasviðs, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, grunnþáttum menntunar og Starfsskrá frístundamiðstöðva SFS auk stefnumótunar borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum. Í viðmiðunum er lýst frístundastarfi sem er í góðu samræmi við skyldur og tilmæli laga og stefnu Reykjavíkurborgar um frístundastarf og getur því talist gæðastarf.

            Aðgerðaráætlun

            Markmið frístundaheimila Kringlumýrar er að bjóða upp á innihaldsríkan frítíma þar sem börnin fá tækifæri til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Starfsemi frístundaheimila byggir á hugmyndafræði frístundastarfs án aðgreiningar þar sem öll börn eigi kost á að taka þátt í starfinu óháð getu þeirra, þroska eða fötlun og að unnið sé út frá styrkleikum þeirra. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni og samskipti í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin vinna að því að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barnanna. Í þessu skyni leitast frístundaheimili við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

            Frístundarheimilið Laugarsel stefnir að því að innleiða Frístundalæsi, meðal annars með því að ljúka innleiðingu á þeim 10 atriðum sem lagt er upp með í handbók um frístundarlæsi. Frístundarheimilið hefur fengið vottun UNICEF sem réttindafrístund og ætlar að efla í tengslum við það enn frekar lýðræði innan frístundarheimilisins. Unnið hefur verið með margvíslegar leiðir til að efla lýðræði innan frístundarinnar og sá umsjónamaður verkefnisins um það. Í ár langar okkur að efla lýðræði enn frekar efla þátttöku fleiri starfsmanna að verkefninu. Við munum einnig innleiða gefðu 10 sem er aðferð til þess að auka samræður og samskipti við fjöltyngd börn sem eru að læra íslensku sem annað mál.

            Aðgerðaráætlun má finna hér.

            • Frístundaheimilið Laugarsel
            • Kirkjuteigur 24, 105 Reykjavík
            • 6647618 / 6647655
            • laugarsel@rvkfri.is
            Contact Us

            We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

            Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt