Hvernig eru dagarnir í Dalheimum:
Það fara starfsmenn í Langholtsskóla og Laugarnesskóla til að skrá börnin inn. Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að skrá sig inn áður en þau leggja af stað í Dalheima. Börnin í Langholtsskóla labba sjálf yfir, fyrst í fylgd með starfsmanni en síðar á eigin spýtur. Börnin í Laugarnesskóla hafa valmöguleika að fara í rútu sem fer í Dalheima um 14:00, eða hjóla í Dalheima. Til að byrja með fá börnin fylgd þegar þau hjóla, en síðar fara þau sjálf af stað. Starfsmaður rekur lestina.
Á meðan þessum tíma stendur er mikið álag á starfsmönnum með síma sem eru að skrá börnin inn. Þá er erfitt að svara í síma, en þá má alltaf senda sms. Símanúmer listasíma er 664-7690. Athugið að þessum síma er ekki svarað fyrir hádegi eða eftir að Dalheimar loka.
Þegar börnin mæta í Dalheima byrja þau að ganga frá dótinu sínu, töskur upp á hillu og flíkur á snaga og raða skóm. Þá fá þau síðdegishressingu í Kotinu.
Yfirleitt er Langholtsskóli mættur á undan, því rútan frá Laugarnesskóla fer ekki fyrr en um 14:00 í Dalheima.
Eftir hressingu er útivera þar til starfsmenn Dalheima eru reiðubúin að fá börnin inn að velja. Þá fer starfsmaður út og kallar „Góðan daginn Dalheimar“ og með því gefur börnunum merki að valið fer að hefjast. Börnin koma þá til starfsmanns sem kallar og segja á móti „góðan daginn Dalheimar“. Starfsmaður hleypir inn í hollum með því að nefna flík, lit, mynstur eða eitthvað sýnilegt sem börnin eru í til að þau hrúgist ekki öll inn í einu.
Þegar þau koma inn þá fara þau í Hreiðrið þar sem valtaflan er og velja. Börnin sjá myndrænt hvað er í hvaða rými og hverjir sjá um það val. Ef miðarnir eru búnir þurfa þau að velja eitthvað annað og koma síðar að athuga hvort það sé laust í rýminu sem þau vilja fara í.
Í rými er ýmist val og klúbbar. Hér er hægt að sjá dæmi um klúbba.
Rýmin í Dalheimum eru:
Kastalinn: Ýmis leikföng, borðtennis og klúbbar, stundum playstation eða bíó.
Fótboltaspil sem er fyrir utan Kastala en tilheyrir því rými.
Hreiðið: Borð fyrir rólega klúbba og bókahorn. Listastarfsmaður er með starfsstöð sína í Hreiðrinu, en valtaflan er líka þar.
Eldhús: Perl og stundum bakstur eða eldamennskuklúbbar.
Hellirinn: Óklárað rými, en hægt að vera með fund eða rólegan klúbb.
Kotið: Spil og listasmiðja. Skjávarpi þar sem hægt er að horfa á mynd eða spila Just Dance og þess háttar.
Yfir daginn er ýmis verið að senda á æfingar eða heim. Það er mikilvægt að uppfæra okkur tímanlega ef það eru breytingar á æfingum, á ekki að senda eða breytingar á heimsendingartíma.
Dalheimar lokar klukkan 17:00.
Hér eru myndrænar leiðbeiningar um hvernig valtaflan okkar virkar