Samuel í heimsókn.

 In Krakkakot

Þessa vikuna erum við svo heppin í Krakkakoti að hafa hann Samuel í heimsókn.

Samuel er gjarnan kallaður útivistagarpur Kringlumýrar, þar sem hann fær að flakka á milli frístundaheimilanna og koma með skemmtilegar útivistahugmyndir og tilraunir.

Á mánudaginn var hann reyndar bara inn í íþróttasal með skylmó en hann er einmitt höfuðpaur skylmósins og hefur því mjög gaman af því að sjá hvar krakkarnir standa í þeim málum þegar hann kemur í heimsókn.

Í dag var hann úti með reipitog og bara almennt að njóta sólarinnar með krökkunum.

Á morgun miðvkudag er ekkert ákveðið ennþá þar sem mögulega þarf hann að kenna námskeið um gerð skylmó vopna upp í Gufunesi. Við vonum samt pínulítið að ekki verði af því bara svo við græðum að hafa hann hjá okkur.

Á fimmtudaginn verður hér æfð bogfimi og á föstudaginn ef veður leyfir verðum við með smá útieldun þar sem hann ætlar að vera með sykruð epli á pinnum. Ef veðrið verður hinsvegar leiðinlegt við okkur og alveg ómögulegt þá mun hann kenna eldri börnunum að tálga inn í föndurkoti. Seinna meir fær 1. bekkur að þjálfa sig í að tálga með smjörhnífum og sápu en það bíður betri tíma.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt