Kosningar í Dalheimum

 In Dalheimar, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Dalheimar eru Réttindafrístund og því vinnum við með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Í sáttmálanum er meðal annars greinar um þátttöku barna og að þau fái að láta sínar skoðanir í ljós (12. grein).

Við reynum með alls konar leiðum að bjóða börnunum að taka þátt í skipulaginu í Dalheimum og hafa áhrif á sitt frístundaheimili.

Í vetur vorum við t.a.m. með hugmyndavinnu þar sem börnin gátu sagt hvað þau vildu hafa á útisvæði Dalheima, þar sem það útileiksvæði sem við höfðum var tekið og við viljum raddir barnanna til að hanna nýtt. Svona ferli getur verið langt en við vonum að eitthvað komi á útisvæði okkar eins fljótt og hægt er.

Hugmyndir barnanna voru glæsilegar, sumir vilja tívolí, meðan aðrir vilja klifurvegg, svið, rólur, útieldun og margt fleira.

Í síðustu viku vorum við með kosningar varðandi Förustafina í Dalheimum.

Förustafir eru skordýr sem eru harmlaus og hafa verið nýtt í að kenna börnum að það þurfi ekki að hræðast skordýr.

Við fengum tvo Förustafi frá starfsmanni hjá okkur og vorum með hugmyndasamkeppni um nöfn á stóra og litla. Það sem varð fyrir valinu var Oreo á stóra og Konfekt á litla.

Í þessari viku vorum við svo með kosningu um næsta matseðil í febrúar.

Niðurstaða kosninga var á þann veg:

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt