Gleðilega hátíð

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Starfsfólk Laugó óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Þökkum við fyrir dásamlegar stundir á árinu sem er að ljúka. Það er dýrmætt að fá að vinna með börnum og unglingum í Laugardalnum. Eldmóður, hugmyndaauðgi og gleði eru orðin sem koma í hugan þegar við hugsum til þess frábæra hóps sem mætir í félagmiðstöðina Laugó. Á haustmánuðum óskuðu unglingarnir um að stofnað verði ráð innan félagsmiðstöðvarinnar sem ber nú nafnið LaugóCrew og hefur það að markmiði að móta stefnu og starf félagsmiðstöðvarinnar í samstarfi við starfsfólkið og stjórnendur Laugó. Að sama skapi hefur það ráð óskað eftir því að setja af stað nafnabreytingu á félagsmiðstöðinni þar sem Laugalækjarskóli er kallaður Laugó líkt og nafn félagsmiðstöðvarinnar sem veldur oft á tíðum ruglingi. Á döfinni hjá þessu ráði er einnig að skipuleggja afmælishátíð en Laugó er 20 ára. Ekki eru öll þá sammála um hvenær Laugó var stofnað en skv. fyrsta verkefnastjóra Laugó þá var það haustið 2003 sem félagsmiðstöðin hóf starfsemi í Laugalækjarskóla undir nafninu Laugó. Óskum við eftir upplýsingum á laugo@rvkfri.is ef fólk hefur eitthvað að leggja til í þeim efnum.

Það er því nóg spennandi framundan á komandi ári.

Vonum við að öll nái að njóta hátíðanna

hlýjar desember kveðjur

Starfsfólk Laugó

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt