Myndir lýðræðis

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Í dag hófst barnamenningarhátíð og börn og unglingar í félagsmiðstöðinni Laugó hafa opnað listasýninguna Myndir Lýðræðis. Þau hafa unnið að list tengdri lýðræði síðustu mánuði og má sjá afrakstur vinnunnar í Ásmundarsafni en sýningin stendur yfir út 28. apríl 2024.

Hvetjum við gesti og gangandi til að kíkja á safnið, lesa sér til og njóta áhugaverða, áhrifaríkra og kraftmikilla verka sem hafa sum óræðnar merkingar tengdar lýðræði.

„Enginn maður fæðist sem fyrirmyndarborgari, ekkert ríki fæðist sem lýðræðisríki. En í báðum tilvikum er um að ræða ferli sem er í stöðugri þróun. Ungmenni verða að taka þátt í því allt frá fæðingu.“
Kofi Annan

Sumarkveðjur,
börn, unglingar og starfsfólk Laugó

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt