Samfestingurinn 2024

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Núna er að koma að því að Samfestingurinn 2024 verði haldin hátíðlegur 3-4.maí næstkomandi. Núna geta nemendur í 8-10.bekk óskað eftir miða í gegnum samfélagsmiðlana okkar í Buskanum. Við förum eftir mætingu í Buskann og hvernig traust við berum til einstaklinga þegar miðum er úthlutað. Ljóst er að ekki allir geta fengið miða á Samfestinginn og hvetjum við alla til þess að sækja um miða sem áhuga á því að sækja þennan viðburð. Hér að neðan má finna upplýsingar um Samfestinginn og ekki hika við að hafa samband við okkur ef að einhverjar spurningar vakna.

3. – 4. maí verður SamFestingurinn haldinn í Laugardalshöll, þar sem boðið verður upp á tónleika/ball á föstudeginum frá kl.19:00-22:45 og svo Söngkeppni Samfés á laugardeginum frá kl.12:00-15:30. Samfés – landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi standa fyrir þessari árlegu hátíð sem fyrst var haldin árið 1991 í Hinu húsinu. Þetta er lokaður viðburður og er því einungis hægt að kaupa miða á hátíðina í þinni félagsmiðstöð og þeir unglingar sem fá miða verða að fylgja sinni félagsmiðstöð á hátíðina og heim aftur í rútum.

Við minnum á að reglur Samfés og þinnar félagsmiðstöðvar eru í gildi á hátíðinni. Séu þær brotnar verður gripið til þess ráðs að hringja í foreldri og þarf foreldri að sækja viðkomandi ungling. Framkvæmdarstjóri og stjórn Samfés hafa tekið ákvörðun um að þau sem hafa verið viðloðandi ofbeldismál í vetur eða í fyrra (eins og t.d vopnaburður, hatursorðræða, hótanir, ofbeldi, agabrot og/eða lögbrot) munu EKKI fá miða á SamFestinginn í ár.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt