Hinsegin vika Kringlumýrar!

 In Buskinn, Bústaðir, Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Félagsmiðstöðvar Laugardals, Háaleitis og Bústaða halda hinsegin viku Kringlumýrar hátíðlega vikuna 20.- 24. nóvember.

Markmið vikunnar er að auka sýnileika, fagna fjölbreytileikanum og um leið auka fræðslu og umræðu um hinseginleikann!

Eins og sjá má er dagskrá vikunnar er stútfull af allskyns glensi en við hefjum vikuna á Hinsegin Karnivali sem haldið verður í Laugó og hefst fjörið kl. 19:00. Í boði verða allskyns smiðjur, hinsegin kviss og fræðsla frá Samtökunum 78.
Miðvikudaginn 21. nóvember verður Gaymstöðin svo í sviðsljósinu. Gaymstöðin er Hinsegin félagsmiðstöð Kringlumýrar sem er opin öll miðvikudagskvöld frá 19:30- 21:45. Gaymstöðin ætlar að vera með party karaoke og vonumst við til að sjá sem flest!
Á föstudaginn verður svo Drag show Kringlumýrar sem er árlegur viðburður sem hefur notið mikilla vinsælda! Þá munu dragdrottningar hverfisins stíga á glæsilegt svið í Buskanum, Vogaskóla og leika listir sínar fyrir fullum sal áhorfenda. Viðburður sem ekkert ykkar vill missa af!

Við óskum ykkur öllum gleðilega hinsegin viku!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt