Bongó blíða og víkingahátíð

 In Glaðheimar

Sæl kæru foreldrar og forráðamenn,
***English below***

Við byrjuðum þessa viku í frábæru veðri og sumarfíling. Mánudagurinn var hverfisdagur og okkur var boðið í heimsókn í Vogasel, sem er frístundaheimili við Vogaskóla fyrir börn í 1.-4. bekk. Þar var mikið leikið og margir hittu félaga sína úr leiksskóla. Við Vogaskóla er mjög skemmtilegur leikvöllur og grasblettur á þakinu á Vogaseli þar sem farið var í skylmó. Þegar heim var komið var sáð fyrir jarðaberjum og grænum belgbaunum.

Á þriðjudaginn fórum við í ratleik í Árbæjarsafni og lékum okkur á útileiksvæðinu og með gömlu leikföngin. Seinnipartinn var bökuðum við múffur og skreyttum blómapottana okkar með fallegum blómum. Gluggarnir voru líka skreyttir með núju tússpennunum okkar. Nú er sko heldur betur fínt hjá okkur.

Miðvikudagar eru sundddagar og í þessari viku fórum við í Seltjarnarneslaug. Eftir buslið borðuðum við nesti og fengum okkur göngutúr í Gróttu. Við vorum ekki fyrr komin inn í strætó þegar það fór að hellidemba og við vorum öll mjög fegin að vera komin inn. Svo stytti aftur upp þegar við löbbuðum frá strætóskýlinu í Glaðheima. Fullkomið!

Í gær eyddum við parti af deginum á Klambratúni. Við spiluðum Kubb og fórum í Stinger. „Aparólan“ vakti líka lukku meðal barna og starfsfólks. Þar borðuðum við nesti og héldum svo aftur heim.

Víkingahátíðin var haldin hátíðleg í dag í Hafnarfirði og er það fastur liður hjá okkur að taka þátt. Við byrjuðum á að fara í Álfagarðinn í Hellisgerði þar sem Sammi skylmó hélt uppi stuði með skylmingum. Hátíðin sjálf var ótrúlega skemmtileg og við hittum meira að segja nokkra víkinga sem við þekkjum úr Glaðheimum.

Enn ein frábær vika að baki. Eigið góða helgi og gleðilegan þjóðhátíðardag á morgun 🙂
***

Dear parents and guardians,

We started this week with great weather and summer vibes. Mondays we stayed in the neighbourhood and visited Vogasel, which is a after-school centre for children in 1st-4th grade in Vogaskóli. We played a lot and many met old friends from pre-school. By Vogaskóli is a nice playground and grass area on the roof of Vogasel where the children fenced against each other. When we came back home we sowed seeds for strawberries and snap peas.

Thuesday we went to Árbæjarsafn and played in the outdoor area and inside with some of the old toys. In the afternoon we baked muffins and decorated our flower pots with beautiful flowers. The windows were also decorated with our new pens. It looks so great!

Wednesdays are pool days and this week we went to Seltjarnarneslaug. After all the splashing we had lunch and went for a walk to Grótta. As soon as we stepped on the bus it started pour down and we were all quite relieved. And as we walked back to Glaðheimar from the bus stop it had already cleared up. Perfect!

Yesterday we spent a part of the day at Klambratún. We played Kubb and Stinger. The “monkey-swing” was popular among both children and staff. We had our lunch there and went back home.

The Viking festival in Hafnafjörður was today and according to tradition we took part in the festivities. We started in Álfagarðurinn in Hellisgerði where Sammi skylmó held the spirits high with fencing and Viking stories. The festival itself was incredible and we even met some Vikings that we know from Glaðheimar!

Another great week! Have a good weekend and happy Independence Day tomorrow 🙂

Hellaleikur í Vogaseli með Elínu og Kristjáni

Sumarlegt og fínt

Fjör í fjöruferð

Aparólan vinsæla

Glæsilegar kökuskreytingar

Útileikir og skylmó

Áhugasamir ungir víkingar

Þreytt en kát börn með heitt kakó

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt