Fjörugur mars senn á enda

 In Forsíðu frétt, Tónabær

 

En við höfum brallað ýmislegt, við fórum í kahoot spurningakeppni með 5.bekk, bökuðum með 6.-7.bekk. En með unglingunum bökuðum við, fórum í human cluedo, vorum með LARP-vopnagerð, sem við ætlum svo að nota í hlutverkaleiki á miðvikudaginn. Við fengum kynfræðslu frá læknanemum í fræðsæluteymi sem kallar sig Ástráður, þar var vel mætt og spennandi umræður fóru á flug. Nýja hljóðverið okkar hefur verið þéttsetið, en þar geta unglingarnir komið og tekið upp tónlist sem þau eru að vinna í.

Um helgina var svo Samfestingurinn haldinn hátíðlegur, en Samfestingurinn er eins konar hápunktur ársins hjá Samfés; samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, en hápunktarnir þá helgina eru ballið sem haldið var í Laugardalshöll á föstudagskvöldið, þar sem margir þekktir tónlistarmenn og konur stigu á stokk, ásamt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr félagsmiðstöðvum. Þar voru um 4600 unglingar af öllu landinu saman komin og gekk það bara ljómandi vel. Svo á laugardeginum var söngkeppni félagsmiðstöðvana, sem var einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

En í vikunni framundan eru listasmiðjur fyrir miðstigið (5.-7.bekk), Tilfinningar og trúnóspjall, ullarsokkafótbolti og fleira skemmtilegt fyrir unglingana, meðal annars LARP hlutverkaleikur á miðvikdaginn kl 17:00-18:45

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt