Föstudagsfréttir Dalheima 15.03.2019

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í vikunni sem leið var ýmislegt skemmtilegt sýslað í dalheimum og hér verður stiklað á því helsta.

Markús tómstundafræðingur og tónlistarsnilli kom til okkar í heimsókn og sló í gegn með raftónlistarsmiðju sinni. Þar fengu börnin að spreyta sig á trommuheilum og hljóðgervlum og útkoman var stórskemmtileg. Afraksturinn mun svo vera hægt að heyra á netinu þegar fram líða stundir. Varja stýrði Listasmiðu af sinni alkunnu snilld og Heimspekiklúbbur Elíassar var svo auðvitað á sínum stað.

Við viljum svo benda ykkur kæru foreldrum á að enn er yfirstandandi er sýning á þeim ljósmyndum krakkarnir tóku í ljósmyndaklúbb Vörju.

Meðfylgjandi eru nokkrar símamyndir sem Baldur tók úr frístundastarfi vikunnar.

Starfsmaður Vikunnar

Varvara Lozenko

Varvara eða Varja eins og hún er iðulega kölluð kemur frá Moskvu í Rússlandi og hefur starfað í Dalheimum um nokkurt skeið. Hún hefur B.A. gráðu í málvísundum, kennslufræðum og listasögu og stundar nú íslenskunám við Háskóla Íslands. Þar að auki er hún reyndur ljósmyndari og hefur m.a. verið með ljósmyndasmiðju fyrir börnin þar sem hún fræðir þau um myndbyggingu, ljós og skugga og allt það er viðkemur ljósmyndun. Hún er líka burðarásinn í listasmiðju Dalheima og undir hennar leiðsögn skapa börnin ýmis listaverk, allt frá teikningu og vatnslitamyndum, til origami og keramík svo fáein dæmi séu nefnd.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt