Föstudagsfréttir 8. nóvember

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Sæl öll og gleðilegan föstudag.

Það hefur kennt ýmissa grasa í Dalheimum þessa viku og þá síðustu.

Síðastliðinn föstudag héldum við hrekkjavökuna hátíðlega. Við buðum upp á hryllilega hressingu, grænan hafragraut og draugakökur úr smjördeigi. Við héldum hrollvekjuball í Höllinni með draugalegum reyk og hryllingstónlist, buðum upp á andlitsmálun, grímur og búninga, hituðum sykurpúða yfir eldi og höfðum það alveg hryllilega huggulegt. Hér er myndasíða með myndum frá hrekkjavökuhátíð Dalheima 2019.

Þessi vika gekk síðann sinn vanagang með klassísku klúbbastarfi og auðvitað nokkrum nýjum klúbbum líka. Við bökuðum brauðbollur, föndruðum jólasveina, gerðum trölladeig, máluðum steina, spiluðum og kubbuðum. Baldur samdi nokkur jólalög með krökkunum í tónlistarklúbbi, Hildur fór með hóp af börnum á bókasafnið, 4. bekkur hélt áfram með bíómyndina sína og Alexander Keppie spilaði Warhammer með nokkrum áhugasömum strákum.

Það er því óhætt að segja að síðastliðnir dagar hafi verið skemmtilegir hér í Dalheimum.

Góða helgi!

Steinamálun

Warhammer 40.000

Leirað með trölladeig

Tveir listamenn

Kaplakubbar

Allt eins og það á að vera í Höllinni

Stelpur í 4. bekk gera hlé á kvikmyndagerð til að pósa

Spilaklúbbur

Jólasveinaföndur

Brauðbollur með rúsínum

Hér sé fjör

Sköpunin gleður

Tveir gaurar

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt