Glaðheimapopp komið á fullt á ný

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Glaðheimapopp er verkefni sem fór af stað seinasta vetur þar sem börnin voru að búa til tónlist í samstarfi við starfsmenn Glaðheima.  Í fyrra varð til lagið Kvak Kvak sem börnin sömdu sjálf og gerðu svo myndband við.  Núna er allt komið á fullt í næsta lagi og styttist því óðum í að næsta Glaðheimalag verði gefið út.  Það reynist sumum börnunum erfitt að syngja í míkrafóninn en þau sem hafa fundið kjarkinn í það fara upp í stúdíó á efri hæðinni, en við erum svo heppin að fá að samnýta stúdíó með félagsmiðstöðinni Þróttheimum á efri hæðinni. Þar hafa þau ýmist verið að æfa sig að syngja bull eða prufa sig áfram að semja texta og syngja hann.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt