Gleði í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í síðustu viku var haldinn fyrsti mikilvægi fundur ársins. Á honum var farið yfir hugmyndir krakkana um klúbba og val í Laugarseli. Fyrst voru allar hugmyndirnar flokkaðar í þrjá flokka, framkvæmanlegar (hægt), óframkvæmanlegar (kannski hægt) og ógildar (grín) hugmyndir. Næst var kosið um tvær hugmyndir úr framkvæmanlega flokknum til að framkvæma í komandi viku. Niðurstaðan var skotbolti og skák.

Miðvikudaginn var skotbolti í íþróttasalnum, en Jónsi var meðal annars með köngulóaskotbolta.
Fimmtudaginn var svo tafl sem mörgum fannst gaman.

Jónsi var með ýmislegt þessa viku, en hann kom einnig með keilusett og setti upp keilubraut í matsalnum, börnunum til mikillar ánægju. Hann var með alls konar leiki og íþróttatengda viðburði þessa vikuna.

Þessi vika var einnig þemavika hjá okkur, en við erum að skerpa á þekkingu gilda Kringlumýrar, sem eru auðvitað gildin okkar, en þau eru gleði, fjölbreytileiki og fagmennska. Þessi vika var Gleði tekið fyrir, en þá var föndrað nokkur plaköt sem eru sýnileg á ýmsum stöðum í Laugarseli. Meðal annars er plakat um leið og labbað er inn í fatahenginu þar sem má sjá orðið gleði á nokkrum tungumálum, en þau eru íslenska, enska, þýska, portúgalska, spænska, pólska og Urdu. En þessi tungumál eru móðurmál starfsmanna í Laugarseli.

Hér má sjá myndir frá liðinni viku.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt