Mikilvægur fundur 17. janúar

 In DHRéttindafrístund

Haldinn var afar mikilvægur fundur í Dalheimum miðvikudaginn 17. janúar. Börnin létu þar rödd sína heyrast og viðruðu skoðanir sínar á hinum ýmsu málum er varða frístund. Farið var yfir hugmyndir úr hugmyndakassa og krakkarnir lögðu fram hugmyndir af leikjum, klúbbum, hressingu og öðru sem gera má til að frístundastarfið verði enn skemmtilegra.

Ákveðið var að framkvæma tvær hugmyndir strax í vikunni en þær voru að bjóða upp á jarðaber dýfð í súkkulaði og að búa til risastórt slím.

Framkvæmdir hugmyndanna gengu vel, boðið var upp á súkkulaðijarðaber í ávaxtastund og slímklúbburinn naut mikilla vinsælda.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt