Páskagleði í Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Fyrir páska voru þrír langir dagar í Glaðheimum þar sem við skipulögðum legó keppni, páskaeggjaleit, páskaföndur og bíóferð. Veðrið setti örlítin svip á þessa daga en börnin láta það ekki á sig fá og nutu sín í botn þó að páskaeggjaleitin hafi verið færð inn sem dæmi. Hérna má sjá nokkrar myndir af hressum hóp á leið í bíó og þau sem vildu taka þátt í legó keppninni.

Legó keppnin var þannig að þau fengu fyrirmæli um að búa til alskonar hluti, ljón, dýr sem er ekki til, hús eða bíl sem dæmi, og fyrir hvert verkefni var tímavakinn stilltur á viðeigandi tíma til að klára. Þau völdu hvort þau vildu vera ein eða í liði og allir sem tóku þátt fengu mynd af sér með því sem þau bjuggu til. Því miður asnaðist undirritaður að taka mynd af hverju liði fyrir sig á flestum myndunum en þær myndir má ekki birta þar sem það eru of fá börn á þeim samkvæmt staðli reykajvíkuborgar í persónuvernd. Myndirnar eru því mun færri en til stóð en þið verðið að treysta okkur að legó smíðin þeirra var ótrúlega frumleg og flott.

Þar sem páskaeggjaleitin í ár þurfti að fara fram innandyra þá ákváðum við að koma öllum börnunum fyrir í Partýhúsinu og leyfa þeim að horfa á mynd á meðan starfsfólkið faldi rúmlega 100 páskaegg víðsvegar um Glaðheima.

Á miðvikudeginum fórum við svo í ferðalag í Bíó Paradís ásamt 6 öðrum frístundaheimilum í hverfinu og horfðum á Moana.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt