Vika 2 í máli og myndum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Vikuna 12.-16.júní var Víkingaþema sem litaði vikuna. Krakkarnir bjuggu til skikkjur sem þau lituðu og hönnuðu sjálf. Þau voru mjög frumleg og skapandi í skikkjugerð sinni, en þau voru að vinna í henni nánast á hverjum degi fram á föstudag.

Við fórum í Þjóðminjasafnið og kíktum á munina þar, ásamt krakkaherberginu þar sem hægt er að fara í alls konar búninga og leika með gamaldags dót.  Sama dag fórum við í leiki í góða veðrinu í Hljómskólagarðinum.

Á miðvikudeginum kíktum við í Laugardalslaug sem er alltaf góð skemmtun og áttum góðan dag í Laugarseli þar sem við fórum í skylmó og fleira.

Á fimmtudeginum vorum við svo heppin að fá frístundaheimilið Vogasel í heimssókn til okkar. Það var slegið í lítið víkingapartý, með skylmó, bogfimi, andlitsmálningu og útieldun þar sem grillað var sykurpúðar og poppað popp. Einnig tókum við grillið fram og skelltum pulsum á grillið öllum til mikillar ánægju.

   

Föstudagurinn var svo loka víkingarhátíðardagurinn. Við tókum strætó í Hafnarfjörðinn og fórum í Hellisgerði þar sem önnur frístundaheimili Kringlumýrar voru að leika sér og í skylmó. Við fórum stolt með skikkjurnar okkar sem krakkarnir voru búin að vera svo dugleg að gera alla vikuna. Enduðum á því að fara á Víkingahátíðina í Hafnarfirði og skoðuðum okkur um þar.

Takk fyrir vikuna!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt