Gleðilegt nýtt ár!

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Laugarseli langar að óska ykkur gleðilegs nýs árs og takk fyrir árið sem var að líða!

Jólafrísopnunin okkar gekk vel og var margt bardúsað. Það var farið í klifurhúsið, bakað, kíkt á skauta, farið í bæjarferð og út að borða, í bíó með öðrum frístundarheimilum og sund.

Á vorönn verða flakkararnir ennþá hjá okkur (Markús, Jónsi, Samuel og Brynjar) en þeir koma sirka þrisvar yfir önnina hver og verða með sitt klúbbastarf. Markús var hjá okkur í síðustu viku og var að taka upp tónlist og gera skemmtilega hluti með börnunum. Börnunum fannst þetta mjög skemmtilegt og sóttu mikið í klúbbinn hans. Næst verður Jónsi hjá okkur í byrjun febrúar með íþróttir, leiki og ýmislegt skemmtilegt.

Núna þegar HM í handbolta er í gangi og Ísland er enn í keppninni höfum við nýtt tækifærið þegar leikur er á Laugarsels tíma og sýnt hann í matsalnum fyrir þá sem vilja. Í gær var Ísland að keppa við Barein og rústaði leiknum eins og þeim er einum lagið! Það myndaðist mikil stemming að horfa á boltann, þó sumir vildu skipta yfir í fótbolta 🙂

Hér koma myndir ýmist frá jólafríinu, klúbbastarfi Markúsar, Just Dance sem reglulega er farið í og HM leiknum í gær!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt