Barnaráð í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í takt við Réttindafrístund í Laugarseli var stofnað barnaráð. Það verður cirka einu sinni í viku og er eitt helsta markmið ráðsins að fara yfir hugmyndir úr hugmyndakassanum okkar. Í hugmyndakassann fara hugmyndir barna um hvað við getum gert í Laugarseli í vali og á heilum dögum til dæmis, einnig hugmyndir um hvað vantar í Laugarseli, hvað við getum gert til að betrumbæta starfið í Laugarseli og svo framvegis.

Í þessari viku var barnaráð haldið á mánudaginn og fórum við yfir slatta af hugmyndum úr hugmyndakassanum. Krakkarnir sem mættu að þessu sinni í barnaráðið lásu upp hugmyndirnar og síðan voru þær flokkaðar. Þær voru flokkaðar í þrjá flokka, framkvæmilegar (hægt), óframkvæmilegar eða óraunhæfar (kannski hægt) og ógildar hugmyndir (grín). Við ræddum saman um hvers vegna hugmynd gæti verið óraunhæf eða óframkvæmileg og af hverju hugmynd væri ógild. Þegar mismunandi skoðanir komu í ljós var kosið um hvaða flokk sú hugmynd ætti að fara.

Eftir að hafa lesið fullt af flottum hugmyndum (ekki allar samt) völdu allir í barnaráðinu tvær hugmyndir. Þær hugmyndir sem báru mest á góma voru að hafa kósý í Laugarseli og borða popp. Markmiðið er að framkvæma þessar hugmyndir í sömu viku.

Þessar hugmyndir fóru loks upp á vegg svo að allir gætu séð þær, lesið og komið með fleiri hugmyndir til að bæta við í hugmyndakassann.

Á miðvikudaginn voru svo hugmyndirnar, sem valdar voru til að framkvæma, framkvæmdar. Við vorum með bíó og kósý og popp með. Allir fengu að velja að horfa á mynd og allir sem vildu fengu popp. Þó þröngt væri setið var kósý hjá þeim og það var valið að horfa á Aulinn ég, en þau fengu að kjósa um þrjár myndir.

Þetta var skemmtileg upplifun og gaman að prófa þetta, en þetta er alfarið komið frá krökkunum og verður þetta gert oftar í Laugarseli ásamt fleiri barnaráðsfundum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt