Föstudagsfréttir 20. september 2019

 In Dalheimar

Sæl öll,
þá er kominn föstudagur og skemmtileg vika í Dalheimum senn á enda. Við sýsluðum ýmislegt í fjölbreyttu klúbbastarfi þessa vikuna. Við heimsóttum leikskólann Vinagarð í tvígang, bökuðum pizzur með perum og kanil, lékum okkur með NERF-byssur, kíktum í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, föndruðum víkingaskip, spiluðum tölvuleiki, máluðum, perluðum og margt fleira. Ljósmyndaklúbbur Varvöru var að auki á sínum stað og margar af myndunum hér að neðan eru fengnar að láni frá þeim klúbbi.

Körfubolti á lóðinni

Rólan er yfirleitt full af börnum

Við fengum þessi kefli að gjöf í sumar. Vinsæl leiktæki

Fússball-borðin eru í sífelldri notkun

Þessir krakkar föndruðu víkingaskip og settu þau svo á flot

Fallegt skip

Pizzagerð í bakstursklúbbi

Þessi er sérlega girnileg

Það var góð stemmning í eldhúsinu

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt