Gleðifréttir frá Glaðheimum

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Þróunarverkefnin okkar, Hellaleikurinn og Glaðheima Popp, fengu bæði úthlutað styrk frá Skóla- og frístundaráði. Hellaleikurinn er sköpunarverk Elínar frístundaleiðbeinanda í samstarfi við börnin og hefur verið í þróun í þónokkur ár. Leikurinn var frá byrjun geysivinsæll og enginn vafi um það að hér væri eitthvað frábært í uppsiglingu. Leikurinn byggir á ímyndunarafli barnanna sem eru stödd í ímynduðum helli og þurfa að leysa ýmsar þrautir og gátur á ferðalagi sínu í gegnum landslagið. Markmiðið er að gefa það út sem borðspil fyrir alla fjölskylduna. Glaðheima Popp er verkefni sem byrjaði sem verkefni fyrir Barnarmenningarhátíð skólaárið 2015/2016 sem vatt upp á sig. Börnin, í samstarfi við Egil frístundaleiðbeinanda, sömdu lagatexta og laglínur sem varð að laginu Kvak kvak – Tilveran í Glaðheimum. Glaðheima Popp er framhald af því verkefni og markmiðið er að gefa út 5 lög. Við leyfum ykkur að fylgjast með þróun verkefnanna þegar nær dregur.

Að auki fengu aðrir starfstaðir innan Kringlumýrar styrki. Frístundaheimilið Gulahlíð fékk styrk til að halda Frístundahreysti fyrir börn og unglinga með fötlun sem sækja frístundastarf eftir að skóladegi líkur. Félagsmiðstöðin Buskinn fékk styrk fyrir rannsóknum í starfi með unglingum. Og síðast en ekki síst fékk félagsmiðstöðin Þróttheimar styrk fyrir verkefninu Eflandi unglingar – Geðheilsa og vellíðan. Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt