Febrúar í Laugarseli

 In Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Febrúar er nýbyrjaður, en einhvern veginn er hann að klárast. En margt hefur drifið á dagana í Laugarseli í febrúar.

Fyrsta vikan í febrúar var vika 6 af árinu. Þá var markmiðið að taka fyrir tilfinningar og samskipti í skóla og frístund. Við vorum með ýmist föndur í tilefni þess og hér á myndum má sjá fyrirmyndirnar af svona tilfinningahjóli sem krakkarnir bjuggu til og bros/fílukall.

Önnur vikan var viðburðarík út af fyrir sig en á föstudeginum 14.febrúar var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu og hvorki skóli né frístund þann dag. Þetta hefur mjög sjaldan komið fyrir en áhugavert og vonandi gátu börn og foreldrar notið samverunnar saman í óveðrinu.

Í þessari viku var Laugarseli boðið að hlusta á tónleika með krökkunum í Tónskóla Sigursveins. Tónleikarnir voru í Laugarnesskóla og fengu börnin val að koma inn og hlusta, sem margir gerðu eins og sést á myndum hér fyrir neðan. Einnig fengum við til okkar Kristján sem hefur búið til barnvænni útgáfu af drekar og dýflissur með drekaklúbb og fleiri leiki sem hann hefur þróað, krökkunum til mikillar ánægju.

Í næstu viku er margt að fara að gerast. Á miðvikudaginn er öskudagur og þá er skertur dagur í Laugarnesskóla og honum líkur 12:30. Starfsfólk Laugarnesskóla brúar billið, ásamt Laugarseli, milli 12:30 og 13:40 þegar Laugarsel hefst. Það þarf ekki að skrá sérstaklega viðveru barns á þessum degi.

Vetrarfríið er svo 28.febrúar og 2.mars, en þá er lokað í Laugarseli. Við bendum á að það verður haldin dagskrá í Húsdýragarðinum á vegum Kringlumýrar á mánudeginum 2.mars.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt