Janúar í Þróttheimum

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Við hefjum nýtt ár með krafti og hlökkum til að skapa minningar árið 2020 með unglingum hverfisins. Í janúar ætlum við að gera tie dye, halda 8.bekkjar kvöld, fá Bjarna Fritz til okkar með fræðslu, halda spurningarkeppni og eiga notalegar stundir saman.

Í janúar hefst einnig undirbúningur fyrir skíðaferð Þróttheima. Þegar hefur verið haldin fyrsti fundur og byrjar nú skipulagið af fullum krafti. Við stefnum á að fara á Akureyri helgina 21-23.febrúar. Ferðin er frá morgni föstudagsins og fram að kvöldmat á sunnudeginum.

Þátttaka unglinga í ferðinni er lykilatriði, þau sjá um að hafa samband við rútufyrirtæki, skóla, matsölustaði, Hlíðarfjall og aðra aðila sem þarf að ræða við og leita eftir tilboðum. Þetta er auðvitað undir leiðsögn starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar, en ferlið er gríðarlega lærdómsríkt fyrir þátttakendur.

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt