Myndir úr daglegu lífi Glaðheima

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Hérna má sjá nokkrar myndir úr starfinu í Glaðheimum seinustu vikurnar

 

Þegar keppnisskapið drífur góða menn áfram gerast góðir hlutir, eins og að byggja kúlubraut sem er stærri en brautarsmiðirnir.

Bleikur dagur sást vel á börnunum og var listasmiðjan sérstaklega bleik þann daginn

Glaðheimapopp er verkefni sem Egill, starfsmaður Glaðheima, bjó til fyrir nokkrum árum þar sem hann aðstoðar börnin að búa til tónlist. Þau fá tónlist frá Agli sem þau syngja yfir texta sem þau annaðhvort semja á staðnum eða hafa samið áður. Hægt er að heyra afrakstur vinnunnar á spotify með því að leita að Glaðheimapopp

Þegar veðrið leikur við okkur eins og það hefur gert í haust þá er útiveran alltaf jafn vinsæl. Fuglaberin eru svo hið fullkomna leikfang í búðarleiknum

Hérna eru börnin að prufa sig áfram í tónlistarverkefni með Markúsi sem var flakkari hjá Kringlumýri. Þau eru með trommuheila og eru að æfa sig að búa til tónlist með þeim.

Just Dance er eini tölvuleikurinn sem krakkarnir fá að spila í Glaðheimum og engin þörf á öðrum því hann er alltaf jafn vinsæll.

Listasmiðjan er alltaf full af börnum eins og sjá má hérna.

Í Hjartanu spilum við spil, en þar endum við flesta daga í rólegum leik

Fjölleikahús er rýmið fyrir ímyndunaraflið og sköpunina, þar leika börnin sér með lego, kúlubrautina, dúkkur, í búðarleik eða hverju öðru sem þeim dettur í hug

Þá daga sem við getum boðið uppá höllina þá er oftast boðið uppá að perla eða annarskonar föndur, sem eins og sjá má vekur alltaf mikla lukku hjá börnunum.

Við höfum lagt mikla áherslu á það í ár að ná að halda einu rólegu rými, sem er Betri stofan, en þar geta börnin sest niður og lesið eða slakað á ef þau vilja. Það hefur gengið misvel að halda því rólegu en markmiðið breytist ekki þó það komi fjörugar vikur

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt