Rafrænt lýðræði í Laugardalnum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Frístundaheimilin í Laugardalnum hafa verið að vinna með lýðræði í frístundastarfi síðustu ár og í vetur kom upp ú skemmtilega hugmynd að nota happy or not standana sem margir þekkja úr verslunum til þess að gera kosningakerfið ennþá meira spennandi fyrir krakkana. Í fyrradag var fyrsta tilraunakosningin okkar í Glaðheimum og þá kusum við um hvaða herbergi væri skemmtilegast að leika sér í. 83 börn af þeim 116 sem eru í Glaðheimum kusu en því miður voru sum sem misstu af vegna þess að þau fóru á æfingar þennan dag og önnur höfðu ekki áhuga á að kjósa.  Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi og má sjá hérna fyrir neðan. Partýhúsið ber því nafn með rentu og er vinsælasta herbergi Glaðheima þessa dagana. Þessi könnun var þó gerð sem æfingar könnun vegna þess að við ætlum að nota þessa aðferð til þess að kjósa um fleiri hluti í vetur.

 

Nýlegar færslur
Comments
pingbacks / trackbacks
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt